Erlent

Refsiaðgerðum ESB gegn EFTA ríkjum lýkur

Fánar aðildarlanda Evrópusambandsins blakta við höfuðstöðvar þess í Brussel.
Fánar aðildarlanda Evrópusambandsins blakta við höfuðstöðvar þess í Brussel. MYND/AFP

Refsiaðgerðum ESB gegn EFTA ríkjunum er lokið. Ákvörðun þess efnis var tekin af sambandinu og mun samstarf ESB við EFTA-ríkin hefjast að fullu um nýja löggjöf í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Þetta kemur fram í norska dagblaðinu Aftenposten.

Blaðið segir að gripið hafi verið til þess ráðs að frysta EFTA-ríkin til að fá þau til að láta meira fé til þróunarsjóða Evrópusambandsins eftir að Búlgaría og Rúmenía fengu aðild í byrjun árs.

Evrópusambandið mun hafa tilkynnt Norðmönnum í janúar að nýjar ESB-reglur yrðu ekki teknar inn í EES samninginn um tíma. Þetta er haft eftir Monica Bargem Stubholt hjá Utanríkisráðuneyti Noregs. Síðan þá hafa Norskir stjórnmálamenn talið að þegar samningurinn um greiðslur í þróunarsjóðina yrði tilbúinn yrði aðgerðunum hætt.

Samkomulag um samninginn lá fyrir um páska og mun taka nokkra mánuði til viðbótar þar til hann verður samþykktur formlega af Noregi, Íslandi og Liechtenstein. Þangað til hafði Evrópusambandið ekki í hyggju að hætta refsiaðgerðunum.

Áframhaldandi aðgerðir hefðu getað haft neikvæð áhrif á samstarf norskra stofnana við ESB auk verslunar með mengunarkvóta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×