Erlent

Danskar löggur skotglaðar

Farvel.
Farvel.

Danskir lögregluþjónar skjóta umtalsvert fleira fólk en lögregluþjónar í þeim löndum sem Danir bera sig helst saman við. Síðan árið 2001 hafa danskir lögregluþjónar skotið 11 manns til bana. Í Noregi hafa á sama tíma tveir fallið fyrir byssum lögreglumanna og í Svíþjóð eru þeir sex.

Í Bretlandi, þar sem íbúar eru tíu sinnum fleiri en í Danmörku hafa 16 verið skotnir til bana, síðan 2001. Ef miðað er við íbúafjölda eru Danir þarna klárlega í fyrsta sæti. Það kemur Landssambandi danskra lögreglumanna á óvart.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við sjónvarpsstöðina TV2 að þetta væri greinilega óhagstæð tölfræði, en hann kynni ekki á henni neinar skýringar. Talsmaðurinn sagði að þetta yrði rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×