Innlent

Kaupviðræður hefjast á morgun

 

Samningaviðræður Reykjavíkurborgar um kaup á lóðunum tveimur þar sem húsin í miðborginni brunnu síðastliðinn miðvikudag hefjast á morgun. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður vill að fimmtíu til sextíu hæða glerhýsi verði byggt á lóðinni.



Ekkert hefur enn komið út úr rannsókn lögreglu á eldsupptökum í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag og hefur lögregla lítið viljað tjá sig um málið. Fram hefur komið að lögregla útiloki ekki íkveikju en ekkert er þó staðfest í þeim efnum. Rannsókn lögreglunnar lauk formlega á föstudag. Að henni lokinni fékk Vátryggingafélagið vettvanginn í hendur og er nú verið að meta hversu mikið tjónið er.

Samningaviðræður Reykjvíkurborgar við eigenda húsanna að Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 sem brunnu á miðvikudaginn hefjast á morgun. Kaupverð liggur ekki fyrir að svö stöddu en talið er að það hlaupi á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri sagði í fréttum stöðvar tvö í gær að mikilvægt væri að uppbyggingu á svæðinu yrði flýtt. Hann sagði einnig brýnt að húsin yrðu byggð upp í sinni upprunalegu mynd svo götumyndin héldist óbreytt.

Sitt sýnist hverjum um hvernig haga eigi uppbyggingu á svæðinu eftir að búið er að hreinsa brunarústirnar. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleiksstjóri og áhugamaður um skipulagsmál segir að fleiri háhýsi vanti í miðborgina. Hann segir tilvalið að byggja þar fimmtíu til sextíu hæða íbúðaturn sem myndi tóna vel við Hallgrímskirkjuturn og Landakotskirkju.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×