Innlent

Færri á nagladekkjum í ár en í fyrra

Umferð í bankastræti
Umferð í bankastræti

Um 42% bifreiða eru á nagladekkjum samkvæmt talningu sem gerð var 11. apríl. síðastliðinn. Þetta er um 2-3% lægri tala en hefur verið síðustu árin. Önnur talning verður gerð í næstu viku. Frá og með 15. apríl var óleyfilegt að vera á nöglum.

Svifryk fór aðeins tvisvar yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði 2007 en sá tími hefur oft reynst viðkvæmur fyrir svifryksmengun ef götur eru auðar og verður stillt. Árið 2006 var þurrviðri í marsmánuði og fór svifryk tíu sinnum yfir heilsuverndarmörk. Mars reyndist hins vegar óvenju úrkomusamur þetta árið og fór úrkoma 57% yfir meðaltal frá árinu 2000. Svifryk hefur alls farið átta sinnum yfir heilsuverndarmörk á þessu ári. Mörkin eru 23 skipti fyrir árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×