Hitzfeld treystir á heimavöllinn 11. apríl 2007 12:45 NordicPhotos/GettyImages Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segir að liðið verði að setja í fluggírinn ef það ætli sér að slá AC Milan út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Dramatískt jöfnunarmark varnarmannsins Daniel Van Buyten kom í veg fyrir að Bayern tapaði sjöunda leiknum af síðustu níu gegn ítalska liðinu í fyrri viðureigninni á dögunum. "Við verðum að setja í fluggírinn í síðari leiknum og ég veit að liðið spilar alltaf 10-20% betur á heimavelli en á útivelli," sagði Hitzfeld og viðurkenndi að hann væri feginn að fá þá Oliver Kahn og Mark Van Bommel til baka úr leikbanni. "Þeir eru vissulega mikilvægir hlekkir í liði okkar, en þetta veltur ekki á einstaklingum. Það verður betra liðið sem fer áfram í keppninni," sagði þjálfarinn. Mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins og þeir Bastian Schweinsteiger og hetjan úr fyrri leiknum, Van Buyten, eru þannig báðir tæpir fyrir slaginn í kvöld. Eillie Sagnol og Martin Demichelis hafa einnig átt við meiðsli að stríða, en búist er við því að þeir Lucio og Owen Hargreaves spili í kvöld þrátt fyrir að vera nokkuð tæpir síðustu daga. Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir að þó ítalska liðið líti vel út í sögulegu samhengi, skili það engu þegar á völlinn er komið. "Við þurfum á okkar besta leik að halda og ég held að við höfum reynslu og mannskap í að ná hagstæðum úrslitum."Líkleg byrjunarlið í kvöld:Bayern: Oliver Kahn; Hasan Salihamidžić, Lucio, Daniel Van Buyten, Philipp Lahm; Owen Hargreaves, Mark van Bommel, Andreas Ottl, Bastian Schweinsteiger; Roy Makaay, Lukas Podolski. Milan: Dida; Massimo Oddo, Paolo Maldini, Alessandro Nesta, Marek Jankulovski; Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Massimo Ambrosini, Clarence Seedorf; Kaká; Filippo Inzaghi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern Munchen, segir að liðið verði að setja í fluggírinn ef það ætli sér að slá AC Milan út úr 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Dramatískt jöfnunarmark varnarmannsins Daniel Van Buyten kom í veg fyrir að Bayern tapaði sjöunda leiknum af síðustu níu gegn ítalska liðinu í fyrri viðureigninni á dögunum. "Við verðum að setja í fluggírinn í síðari leiknum og ég veit að liðið spilar alltaf 10-20% betur á heimavelli en á útivelli," sagði Hitzfeld og viðurkenndi að hann væri feginn að fá þá Oliver Kahn og Mark Van Bommel til baka úr leikbanni. "Þeir eru vissulega mikilvægir hlekkir í liði okkar, en þetta veltur ekki á einstaklingum. Það verður betra liðið sem fer áfram í keppninni," sagði þjálfarinn. Mikil meiðsli eru í herbúðum liðsins og þeir Bastian Schweinsteiger og hetjan úr fyrri leiknum, Van Buyten, eru þannig báðir tæpir fyrir slaginn í kvöld. Eillie Sagnol og Martin Demichelis hafa einnig átt við meiðsli að stríða, en búist er við því að þeir Lucio og Owen Hargreaves spili í kvöld þrátt fyrir að vera nokkuð tæpir síðustu daga. Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir að þó ítalska liðið líti vel út í sögulegu samhengi, skili það engu þegar á völlinn er komið. "Við þurfum á okkar besta leik að halda og ég held að við höfum reynslu og mannskap í að ná hagstæðum úrslitum."Líkleg byrjunarlið í kvöld:Bayern: Oliver Kahn; Hasan Salihamidžić, Lucio, Daniel Van Buyten, Philipp Lahm; Owen Hargreaves, Mark van Bommel, Andreas Ottl, Bastian Schweinsteiger; Roy Makaay, Lukas Podolski. Milan: Dida; Massimo Oddo, Paolo Maldini, Alessandro Nesta, Marek Jankulovski; Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Massimo Ambrosini, Clarence Seedorf; Kaká; Filippo Inzaghi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira