Erlent

Tókst að rækta hluta úr mannshjarta

Breskum vísindamönnum hefur tekist að rækta hluta úr mannshjarta með stofnfrumum. Frumvarp sem hefði heimilað noktun íslenskra fósturvísa til stofnfrumurannsókna var kippt af dagskrá á síðasta degi Alþingis.

Afrakstur vinnu vísindamannanna hefur vakið töluverða athygli, enda er talið að innan þriggja ára verði hægt að nota þessa tækni til líffæraflutninga og að eftir áratug eða svo verði hægt að ganga skrefinu lengra og rækta heilt mannshjarta með stofnfrumum. Á hverju ári þarfnast tíu þúsund Bretar hluta úr hjarta, sem oft eru ekki tiltækir. Nú er útlit fyrir að hægt verði að nota hluta sem eru ræktaðir úr stofnfrumum til að bæta líf þessa fólks og jafnvel bjarga því. Frumvarp sem hefði heimilað notkun íslenskra fósturvísa við stofnfrumurannsóknir var tilbúið til afgreiðslu á síðasta degi Alþingis, en nokkrir þingmenn Frjálslynda flokksins vildu ræða málið frekar og því var það tekið af dagskrá. Sérfræðingar telja margir að núverandi lög hér á landi séu of íhaldsöm.

Á næstu áratugum eru vonir bundnar við að stofnfrumurannsóknir hjálpi til við lækningar á erfiðum sjúkdómum. Formaður MND félagsins er ósáttur við þá þingmenn sem stoppuðu frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×