Ráðist á Ísland, ekki Íran 9. apríl 2007 13:28 Gætum farið að sjá þessar þyrlur á íslenskum næturhimni. MYND/AFP Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. Prófessorinn, sem heitir Uwe E. Reinhardt, tiltekur nokkrar ástæður í grein sinni.Ísland er frábært skotmark þar sem engin hætta er á að skjóta á önnur lönd.Ísland er mikið nær en Íran. Sprengjuflugvélar gætu flogið til Íslands, varpað sprengjum, flugmennirnir haldið áfram til Englands og skroppið á pöbbinn á meðan hinir vingjarnlegur Bretar fylltu á sprengjurnar. Síðan myndu flugmennirnir fljúga til baka og vera komnir heim fyrir kvöldmat.Það sást til skuggalegs manns panta sér gula köku af skuggalegri gengilbeinu. Eflaust ekkert athugavert en einfalt væri að líta á þetta sem alvarlegan atburð sem útheimti sprengjuárásir. Og svona heldur prófessorinn áfram. Næst leggur hann til að Reykjavík verði byggð upp á ný eftir að sprengingunum er lokið og að bandarískum fyrirtækjum verði veittir samningarnir. Þannig sé hægt að auka á góðæri í landinu þar sem peningar myndu streyma inn í landið og atvinnumöguleikar margfaldast - það þyrfti jú að byggja allt upp á nýtt. Einnig kemur Reinhardt inn á möguleikana sem felast í markaðssetningu á stríðinu sjálfu. Stríð við Ísland gæti jafnvel slegið út sjálfa Idol keppnina í áhorfi. Stríðið yrði síðan fjármagnað af Japönum og Kínverjum, rétt eins og þeir hafa fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Lokaorð Reinhardts eru á þessa leið:„Með því að ráðast á Íran eigum við á hættu að gera okkur að fíflum einu sinni enn, rétt eins og þegar við réðumst á Írak. Af hverju taka áhættuna? Árás á Ísland, fjármögnuð með sölu ríkisskuldabréfa myndi (1) nútímavæða Ísland, (2) skapa fjármagn í bandaríska hagkerfinu, (3) sýna fram á hermátt okkar um allan heim og (4) vera ódýrara. Það hagnast allir á þessu." Grein Reinhardts er hægt að sjá hér. Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Bandarískur háskólaprófessor birti í dag grein á vefsíðu Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Í henni leggur hann til að ráðist verði á Ísland í stað Íran og að slík árás geti hagnast öllum, jafnvel Íslendingum. Prófessorinn, sem heitir Uwe E. Reinhardt, tiltekur nokkrar ástæður í grein sinni.Ísland er frábært skotmark þar sem engin hætta er á að skjóta á önnur lönd.Ísland er mikið nær en Íran. Sprengjuflugvélar gætu flogið til Íslands, varpað sprengjum, flugmennirnir haldið áfram til Englands og skroppið á pöbbinn á meðan hinir vingjarnlegur Bretar fylltu á sprengjurnar. Síðan myndu flugmennirnir fljúga til baka og vera komnir heim fyrir kvöldmat.Það sást til skuggalegs manns panta sér gula köku af skuggalegri gengilbeinu. Eflaust ekkert athugavert en einfalt væri að líta á þetta sem alvarlegan atburð sem útheimti sprengjuárásir. Og svona heldur prófessorinn áfram. Næst leggur hann til að Reykjavík verði byggð upp á ný eftir að sprengingunum er lokið og að bandarískum fyrirtækjum verði veittir samningarnir. Þannig sé hægt að auka á góðæri í landinu þar sem peningar myndu streyma inn í landið og atvinnumöguleikar margfaldast - það þyrfti jú að byggja allt upp á nýtt. Einnig kemur Reinhardt inn á möguleikana sem felast í markaðssetningu á stríðinu sjálfu. Stríð við Ísland gæti jafnvel slegið út sjálfa Idol keppnina í áhorfi. Stríðið yrði síðan fjármagnað af Japönum og Kínverjum, rétt eins og þeir hafa fjármagnað stríðsrekstur Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan. Lokaorð Reinhardts eru á þessa leið:„Með því að ráðast á Íran eigum við á hættu að gera okkur að fíflum einu sinni enn, rétt eins og þegar við réðumst á Írak. Af hverju taka áhættuna? Árás á Ísland, fjármögnuð með sölu ríkisskuldabréfa myndi (1) nútímavæða Ísland, (2) skapa fjármagn í bandaríska hagkerfinu, (3) sýna fram á hermátt okkar um allan heim og (4) vera ódýrara. Það hagnast allir á þessu." Grein Reinhardts er hægt að sjá hér.
Innlent Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira