Innlent

Hálka sunnanlands

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og uppsveitum Árnessýslu og sömuleiðis er rétt að hafa gát á vegunum á norðanverðu Snæfellsnesi, svo sem á Vatnaleið og á Fróðárheiði. Þá er hálka á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum gætir hálku á hálsum og heiðum og sömu sögu er að segja af Langadal og Öxnadalsheiði á Norðurlandi.

Snjóþekja er í Vatnsskarði, Þverárfjalli og  Siglufjarðarvegi. Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum. Að sögn vegagerðarmanna er nú farið að gæta aurbleytu víða inn til landsins og er hætta á vegaskemmdum á helstu hálendisvegum en þar er nú allur akstur bannaður af þeim sökum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×