Erlent

Voru að afla upplýsinga um Íran

Sjóliðarnir voru einnig að afla upplýsinga um Írana og ferðir og aðgerðir þeirra á svæðinu.
Sjóliðarnir voru einnig að afla upplýsinga um Írana og ferðir og aðgerðir þeirra á svæðinu. MYND/AFP
Yfirmaður sjóliðanna 15 sagði í dag við Sky fréttastöðina að þeir hefðu verið í leiðangri til þess að afla upplýsinga um Íran. Jafnframt segir stöðin að hún hafi ekki birt fréttina fyrr en nú þar sem hún vildi ekki stofna öryggi sjóliðanna í hættu.

Embættismenn í Íran hafa brugðist ókvæða við fréttunum og sögðu að ef þeir hefðu vitað af þessu hefðu sjóliðarnir verið dregnir fyrir rétt.

Aðgerðin var aðallega hugsuð til þess að afla upplýsinga um hugsanlegt vopnasmygl Írana yfir til Íraks. Einnig var þó verið að fylgjast með hreyfingum Írana almennt á svæðinu.

Yfirmaður sjóliðanna sagði að þeir hefðu haldið sig nálægt hafsvæði Írana en að þeir hefðu ekki farið inn í það. Hann benti einnig á að samkvæmt þeim alþjóðasamningum sem þeir störfuðu undir væri þeim heimilt að safna upplýsingum á þessu svæði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×