Erlent

Skemmtiferðaskip strandar

Grískt skemmtiferðaskip, Sea Diamond, strandaði á ferð sinni um grísku eyjarnar í morgun. Gat kom á skrokk þess og verið að að selflytja hundruð farþega í land. Talið er að um 1.200 farþegar og 300 starfsmenn séu um borð í skipinu. Atvikið átti sér stað nærri eyjunni Santorini.

Sem stendur hefur tekist að koma um 600 manns frá borði en þyrlur, herflugvélar og fiskibátar hafa tekið þátt í aðgerðunum. Sem stendur stafar engin hætta að starfsfólki og farþegum skemmtiferðaskipsins. Skipið var á fimm daga ferð um eyjahafið og átti að snúa til hafnar í Aþenu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×