Sjóliðunum sleppt 4. apríl 2007 18:00 Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Segja má að þessari sérkennilegu deilu hafi lokið jafn óvænt og hún hófst fyrir tæpum hálfum mánuði síðan þegar sjóliðarnir fimmtán voru teknir í Shatt al-Arab-ósnum vegna meintra landhelgisbrota. Til tíðinda dró á blaðamannafundi sem Ahmadinejad forseti Írans hélt í dag, raunar ekki fyrr en hann var búinn að ræða um landsins gagn og nauðsynjar í hálfa aðra klukkustund. Þá greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að falla frá lögsókn á hendur sjóliðunum - enda þótt full ástæða hefði verið til hins gagnstæða - og sleppa þeim. Þetta væri gjöf til Bretlands. Þessi gjöf sagði forsetinn færða fram þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hefði ekki haft dug í sér til að viðurkenna að sjóliðarnir hefðu siglt inn í íranska lögsögu. Á sinn leikræna hátt biðlaði hann svo til breskra ráðamanna að sýna sjóliðunum miskunn fyrir að hafa játað brot sín í sjónvarpi. Eftir fundinn hitti svo forseti sjóliðana fimmtán, heilsaði þeim og gerði að gamni sínu við þá. Þeir þökkuðu honum á móti fyrir þá mildi sem hann hefði sýnt þeim. Viðbrögð breskra ráðamanna við að deilan væri leyst hafa verið jákvæð en að því er virðist örlítið blendin. Sjóliðarnir eru nú komnir í breska sendiráðið í Teheran og er búist við að þeir fljúgi til síns heima á morgun Erlent Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Írönsk stjórnvöld slepptu í dag bresku sjóliðunum fimmtán sem þau hafa haft í haldi sínu í hartnær hálfan mánuð. Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti kallaði ákvörðunina gjöf til Bretlands en harmaði um leið að breska stjórnin hefði ekki viðurkennt að hafa ráðist inn í íranska lögsögu. Segja má að þessari sérkennilegu deilu hafi lokið jafn óvænt og hún hófst fyrir tæpum hálfum mánuði síðan þegar sjóliðarnir fimmtán voru teknir í Shatt al-Arab-ósnum vegna meintra landhelgisbrota. Til tíðinda dró á blaðamannafundi sem Ahmadinejad forseti Írans hélt í dag, raunar ekki fyrr en hann var búinn að ræða um landsins gagn og nauðsynjar í hálfa aðra klukkustund. Þá greindi hann frá því að ákveðið hefði verið að falla frá lögsókn á hendur sjóliðunum - enda þótt full ástæða hefði verið til hins gagnstæða - og sleppa þeim. Þetta væri gjöf til Bretlands. Þessi gjöf sagði forsetinn færða fram þrátt fyrir að breska ríkisstjórnin hefði ekki haft dug í sér til að viðurkenna að sjóliðarnir hefðu siglt inn í íranska lögsögu. Á sinn leikræna hátt biðlaði hann svo til breskra ráðamanna að sýna sjóliðunum miskunn fyrir að hafa játað brot sín í sjónvarpi. Eftir fundinn hitti svo forseti sjóliðana fimmtán, heilsaði þeim og gerði að gamni sínu við þá. Þeir þökkuðu honum á móti fyrir þá mildi sem hann hefði sýnt þeim. Viðbrögð breskra ráðamanna við að deilan væri leyst hafa verið jákvæð en að því er virðist örlítið blendin. Sjóliðarnir eru nú komnir í breska sendiráðið í Teheran og er búist við að þeir fljúgi til síns heima á morgun
Erlent Fréttir Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira