Erlent

Lembdar eftir legígræðslu

Leg hafa nú verið grædd í kindur með góðum árangri.
Leg hafa nú verið grædd í kindur með góðum árangri. MYND/AP

Vísindamenn við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð hafa greint frá því að tekist hafi að frjóvga fjórar sauðkindur af fjórtán eftir legígræðslu. Á sínum tíma var leg þeirra fjarlægt og síðan grætt aftur í þær, nú eru þær komnar fjóra mánuði á leið og að óbreyttu verða lömbin svo tekin með keisaraskurði eftir þrjár vikur. Áfanginn þykir gefa góð fyrirheit um að konur sem þurft hafa að gangast undir legnámsaðgerð geti eignast börn eftir legígræðslu. Enn er þó langt í að tækni Svíanna geti gagnast okkur mannfólkinu því nokkrar kindanna hafa orðið fyrir alvarlegum aukaverkunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×