Erlent

Banvæn mistök að boða til kosninga

Frá þinginu í Úkraínu í morgun.
Frá þinginu í Úkraínu í morgun. MYND/AFP
Forsætisráðherra Úkraínu, Viktor Yanukovych, sagði í morgun að ákvörðun forseta landsins um að leysa upp þingið og boða til kosninga væru „banvæn mistök". Kreppa í stjórnmálum landsins virðist óumflýjanleg.

Hundruð stuðningsmanna Yanukovych eyddu nóttinni í tjöldum nálægt þinghúsinu og búist er við þúsundum í miðborg Kiev, höfuðborgar landsins, síðar í dag. Einnig er búist við því að stuðningsmenn forsetans, Viktors Yushchenko, fjölmenni í Kiev í dag.

Varnarmálaráðherra landsins, Anatoly Hrytsenko, sagði í morgun að her landsins myndi hlýða forseta þess.

Stjórnarandstöðuþingmenn krejast þess að stjórnarskrárdómstóll landsins skeri úr um hvort að ákvörðun Yushchenkos sé lögleg eður ei áður en þingið verði leyst upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×