Erlent

Ólga í Úkraínu

Stjórnmálakreppa virðist ríkja í Úkraínu um þessar mundir vegna harðnandi valdabaráttu Viktors Jústjenkó forseta og Viktors Janukovits forsætisráðherra. Forsetinn hefur skorað á forsætisráðherrann að hlíta dómi stjórnlagadómsstóls landsins um að þingmönnum væri ekki heimilt um að skipta um flokk á kjörtímabilinu. Nokkrir bandamenn Jústjenkós hafa yfirgefið hann og gengið til liðs við stjórnarandsstöðuna. Júlía Tímótsjenkó, einn þeirra, skoraði á móti á Jústsjenkó að leysa upp þing og boða til kosninga. Báðar fylkingar hyggjast standa fyrir fjölmennum útifundum í höfuðborginni Kænugarði í dag og hefur lögregla talsverðan viðbúnað vegna þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×