Innlent

Vilja landnýtingaráætlun fyrir ferðaþjónustuna

Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar, sem haldinn var í dag, var samþykkt áskorun á stjórnvöld um að vinna að landnýtingaráætlun með þarfir ferðaþjónustunnar í huga. Lagt var til að hún yrði með sama hætti og fyrirliggjandi tillaga á Alþingi um nýtingaráætlun og verndaráætlun fyrir auðlindir landsins til lands og sjávar. Jafnframt var sagt að nýting náttúruauðlinda til ferðaþjónustu sé mikilvæg og að undibúa þurfi fjárfestingu í innviðum og markaðsstarfi.

Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, var endurkjörinn formaður samtakanna á fundinum. Í ræðu sinni lagði hann aðaláherslu á samstarf atvinnulíf og stjórnvalda í landkynningarmálum. Einnig lagði hann mikla áherslu á umhverfismál í því samhengi. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, tilkynnti jafnframt á fundinum að hann hefði sett á laggirnar nefnd vegna vegagerðar á hálendinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×