Lögregla á Filippseyjum yfirheyrir mannræningja 28. mars 2007 19:35 Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. Annar tveggja manna sem tóku börnin þrjátíu og tvö og tvo kennara þeirra í gíslingu heitir Jun Ducat og er eigandi barnaheimilisins þaðan sem börnin voru að fara í skólaferð í morgun. Börnin eru á aldrinum fjögurra til sex ára. Skömmu eftir að gíslatakan hófst var einu barni sleppt þar sem það var lasið og með sótthita. Rútunni var lagt fyrir utan ráðhúsið í Manila og gerði Ducat þá grein fyrir því að með gíslatökunni vildi hann fordæma spillingu í landinu og krefjast þess að fátækum börnum Filippseyja yrði tryggt betra líf. Lögregla umrkingdi rútuna. Ducat gerði lögreglu grein fyrir því að hann og bandamaður hans væru vopnaði byssum og hands prengjum og hefðu tekið með mat og drykki fyrir alla til tveggja daga. Foreldrar barnanna komu þegar á vettvang og biðu þar milli vonar og ótta. Reynt var að semja við Ducat og vinur hans á þingi meðal annars sendur inn til þess. Að lokum tókst að tryggja lausn barnanna og kennaranna og þau fengu frelsi skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Þá voru mannræningjarnir þegar handteknir. Ducat hefur að sögn lögreglu áður tekið gísla. Það var síðla á níunda áratug síðustu aldar þegar hann tók tvo presta í gíslingu vegna deilna um kirkjubyggingu. Hann flúði af vettvangi eftir nokkra stund og kom þá í ljós að hann ógnaði prestunum með leikfangahandsprengjum og engin hætta á ferð. Fyrir sex árum sóttist Ducat svo eftir því að taka þátt í stjórnmálum og bauð sig fram til þings. Hann náði ekki kjöri. Ducat stofnaði svo barnaheimilið fyrir þremur árum. Erlent Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Lögreglan, í Maníla á Filippseyjum, yfirheyrir nú mann sem reyndi að knýja fram siðbót í landinu með því að ræna rúmlega þrjátíu börnum. Hann hélt þeim, og kennurum þeirra, í gíslingu í rútu við ráðhúsið í höfuðborginni í nærri tíu tíma. Annar tveggja manna sem tóku börnin þrjátíu og tvö og tvo kennara þeirra í gíslingu heitir Jun Ducat og er eigandi barnaheimilisins þaðan sem börnin voru að fara í skólaferð í morgun. Börnin eru á aldrinum fjögurra til sex ára. Skömmu eftir að gíslatakan hófst var einu barni sleppt þar sem það var lasið og með sótthita. Rútunni var lagt fyrir utan ráðhúsið í Manila og gerði Ducat þá grein fyrir því að með gíslatökunni vildi hann fordæma spillingu í landinu og krefjast þess að fátækum börnum Filippseyja yrði tryggt betra líf. Lögregla umrkingdi rútuna. Ducat gerði lögreglu grein fyrir því að hann og bandamaður hans væru vopnaði byssum og hands prengjum og hefðu tekið með mat og drykki fyrir alla til tveggja daga. Foreldrar barnanna komu þegar á vettvang og biðu þar milli vonar og ótta. Reynt var að semja við Ducat og vinur hans á þingi meðal annars sendur inn til þess. Að lokum tókst að tryggja lausn barnanna og kennaranna og þau fengu frelsi skömmu fyrir hádegi að íslenskum tíma. Þá voru mannræningjarnir þegar handteknir. Ducat hefur að sögn lögreglu áður tekið gísla. Það var síðla á níunda áratug síðustu aldar þegar hann tók tvo presta í gíslingu vegna deilna um kirkjubyggingu. Hann flúði af vettvangi eftir nokkra stund og kom þá í ljós að hann ógnaði prestunum með leikfangahandsprengjum og engin hætta á ferð. Fyrir sex árum sóttist Ducat svo eftir því að taka þátt í stjórnmálum og bauð sig fram til þings. Hann náði ekki kjöri. Ducat stofnaði svo barnaheimilið fyrir þremur árum.
Erlent Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira