Erlent

Árangurstenging í stað kvóta

Evrópusambandið vill banna brottkast á fiski á skipum aðildarríkjanna. Það vill mæta því með nýjum reglum þar sem árangurstenging leysi kvóta af hólmi. Joe Borg, fiskimálastjóri ESB segir að dag eftir dag sé fiskur og skeldýr dregin upp á yfirborðið og svo hent dauðum aftur í sjóinn. Þarna sé um að ræða gríðarlegt magn, og þetta sé óforsvaranlegt.

Það eru margar ástæður fyrir því að fiski er kastað fyrir borð. Sumir eru til dæmis of litlir. Meðafli á fiski sem þegar hefur verið veiddur upp í kvóta getur haft í för með sér háar sektir ef honum er landað. Og loks geta sjómennirnir einfaldlega ákveðið að halda aðeins eftir þeim fiski sem gefur hæsta verðið.

Þessu vill Joe Borg semsagt breyta. Hann útlistaði hinsvegar ekki hvernig árangurstenging myndi koma í staðinn fyrir kvóta.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×