Erlent

Þingið skipar rágjöfum Bush að bera vitni

MYND/AP
Nefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur samþykkt tilskipun sem neyðir ráðgjafa George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til þess að bera vitni á meðan þeir eru eiðsvarnir. Hvíta húsið hafði áður sagt að það myndi ekki leyfa ráðgjöfunum að ræða við nefndina ef þeir væru eiðsvarnir.

Nefndin vill yfirheyra Karl Rove, yfirráðgjafa Bush í pólitískum málefnum, og fyrrum lögfræðing hans. Hún ætlar sér að spyrja þá út í hvers vegna átta saksóknarar voru reknir á seinasta ári. Gagnrýnendur hafa sagt að brottrekstur þeirra hafi verið útaf pólitík.

Aðalsaksóknari Bandaríkjanna, Alberto Gonzales, hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins og sumir hafa sagt að hann ætti að segja af sér. Bush hefur þó stutt Gonzales hingað til en þeir unnu saman í Texas þegar að Bush var þar ríkisstjóri. Gonzales sagði að saksóknararnir hefðu verið reknir vegna þess að þeir hefðu einfaldlega ekki staðið sig í starfi.

Tengdar fréttir

Segir demókrötum að taka tilboðinu

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í kvöld að demókratar ættu að taka tilboði hans um að leyfa tveimur háttsettum aðstoðarmönnum hans að ræða við þingnefnd á þeirra vegum. Bush hefur neitað því að leyfa demókrötum að yfirheyra aðstoðarmenn sína eiðsvarna. Aðstoðarmennirnir sem um ræðir eru Karl Rove og Harriet Miers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×