Nefnd mælir með þróun EES samningsins 13. mars 2007 16:13 Frá fréttamannafundinum í dag. Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins. Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins.
Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira