Nefnd mælir með þróun EES samningsins 13. mars 2007 16:13 Frá fréttamannafundinum í dag. Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins. Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira
Nefnd um Evrópumál kynnti niðurstöður skýrslu á fundi með fréttamönnum í dag. Nefndin telur að EES-samningurinn hafi staðist tímans tönn og rétt sé að þróa samninginn um Evrópska efnahagssvæðið áfram, því hann sé sá grundvöllur sem samskipti Íslands og ESB byggir á. Nefndinni var ætlað að skoða ýmsa fleti um tengsl við Evrópu og taka afstöðu til þess hvort Íslendingar ættu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Í skýrslunni er fjallað um helstu álitamál varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB, þar á meðal upptöku evrunnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarmál. Stækkun sambandsins og breytingar innan þess hafa ekki haft áhrif á EES samninginn og ákvaðanir varðandi aðildina hefur verið hrundið skipulega af stað. EFTA og EFTA-dómstóllinn hafa orðið virkir þátttakendur í framkvæmdinni gagnvart Íslandi. Í skýrslunni kemur fram, að búast megi við, að aðildarferlið gagnvart Evrópusambandinu tæki 2-3 ár hér á landi, en þar er einnig vakið máls á því, að breyta þyrfti stjórnarskrá og efna til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna framsals á fullveldi þjóðarinnar. Nefndin taldi eðlilegt, að í niðurstöðum hennar ættu einstakir nefndarmenn þess kost að lýsa afstöðu sinni til ESB-aðildar og þeirra álitamála, sem þar bæri hæst að þeirra mati. Í áliti Brynjars Sindra Sigurðssonar fulltrúa Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn telji almennt að íslensku þjóðinni hafi farnast vel sem sjálfstæðri þjóð utan ESB og varlega eigi því að fara í aðildarumsókn, sem ekki sé tímabær að óbreyttu. Það vekur athygli, að fulltrúar vinstri grænna í nefndinni, þau Katrína Jakobsdóttir og Ragnar Arnalds, og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir Björn Bjarnason og Einar K. Guðfinnson, skila sameiginlegu áliti, au séráliti frá fulltrúum hvors flokks. Í sameiginlega álitinu segir að það megi auðveldlega draga þá ályktun af skýrslu nefndarinnar, að ekki séu neinir brýnir hagsmunir í þágu þróunar eða vaxtar íslensks samfélags, sem kalli á aðild að Evrópusambandinu. Líka, að ákvörðun ríkisstjórnar um að sækja um aðild að ESB myndi valda miklum stjórnmálaóróa innan og milli stjórnmálaflokka. í áliti Ágústs Ólafs Ágústssonar og Össurar Skarphéðinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar, segir meðal annars að Ísland eigi að taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu, enda sé ljóst að heildarhagur okkar af þátttöku í því er margfaldur á við mögulega ókosti. Í áliti Hjálmars Árnasonar og Jónínu Bjartmarz, fulltrúa Framsóknarflokksins, segir meðal annars að langvarandi jafnvægi og varanlegur stöðugleiki í efnahagsmálum sé ein meginforsenda hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Þó ekki sé ekki ástæða til stefnubreytingar varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu á þessum tímapunkti sé ljóst að aðstæður og forsendur geta breyst, jafnvel með skömmum fyrirvara. Nefndin var skipuð sumarið 2004 af þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddssyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var formaður nefndarinnar en auk hans var Einar K. Guðfinnssyni, sjávarútvegsráðherra fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í nefndinni áttu líka sæti Hjálmar Árnason alþingismaður og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn og alþingismennirnir Össur Skarphéðinsson og Bryndís Hlöðversdóttir samkvæmt tilnefningu Samfylkingarinnar. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður tók sæti Bryndísar í fyrra. Ragnar Arnalds, fv. ráðherra og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, voru fulltrúar þess flokks og Brynjar Sindri Sigurðsson markaðsfræðingur fulltrúi Frjálslynda flokksins.
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Fleiri fréttir Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Sjá meira