Erlent

Átta fórust í árekstri flugvéla við skíðastað í Austurríki

Stél einkavélarinnar sem lenti í árekstri við þyrlu.
Stél einkavélarinnar sem lenti í árekstri við þyrlu. MYND/AP

Átta manns fórust þegar þyrla og lítil einkaflugvél rákust saman í Austurríki, í dag. Slysið varð á skíðastaðnum Zell am See. Sjö manns voru um borð í þyrlunni, sem var að flytja tækjabúnað að nálægri orkuveitu.

Einn maður var um borð í einkaflugvélinni. Slysið varð við eina af skíðabrekkunum í Zell am Zee, og urðu mörg vitni að því þegar vélarnar hröpuðu til jarðar. Einkaflugvélin var nýbúin að taka sig á loft frá flugvelli bæjarins, þegar slysið varð. Ekki er ljóst hvort þyrlan var einnig að koma þaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×