Erlent

För Atlantis frestað

Geimskutlan Atlantis sést hér á leið sinni á skotpallinn þann 15. febrúar síðastliðinn.
Geimskutlan Atlantis sést hér á leið sinni á skotpallinn þann 15. febrúar síðastliðinn. MYND/AFP

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, skýrði frá því í kvöld að hún yrði að fresta skoti geimskutlunnar Atlantis. Henni átti að skjóta upp þann 15. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir þessu eru skemmdir á ytra byrði hennar.

Geimskutlan var komin á skotstað en mikið haglél sem fylgdi þrumuveðri í gær skildi eftir sig skemmdir á eldsneytistönkum skutlunnar. Hún hefur verið færð í flugskýli þar sem síðan verður unnið að viðgerðum á henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×