Hinsti hvílustaður frelsarans sagður fundinn 27. febrúar 2007 19:30 Jesús átti í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og þau áttu son. Þetta er staðhæft í nýrri heimildarmynd bandaríska leikstjórans James Cameron þar sem segir að hinsti hvílustaður frelsarans sé fundinn. Cameron er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við True Lies og óskarsverðlaunamyndina Titanic. Heimildarmynd hans ber heitið Týnda grafhvelfing Krists eða The Lost Tomb of Christ. Þar er fjallað um grafhvelfingu sem byggingaverkamenn fundu fyrir rælni í úthverfi Jerúsalems árið 1980. Þar inni voru 10 líkkistur úr kalksteini merktar Maríu, Matthíasi, Jesú syni Jóseps og Júdasi syni Jesú svo nokkur nafnanna séu nefnd. Í myndinni er því velt fram að kisturnar hafi geymt bein Jesú Krists og fjölskyldu hans. Nöfnin á kistunum bendi til þess að hann hafi átt son. DNA-sýni staðfesti svo það sem fram komi í myndinni. Ísraelskir fornleifafræðingar segja öll þessi nöfn hafa verið algeng á þeim tíma sem grafhýsið sé frá og segja um sölubragð Camerons að ræða. Hann segir það alrangt. Hann hafi aldrei dregið það í efa að Jesú hafi verið til og gengið á jörðinni fyrir 2000 árum. Það sé hins vegar staðreynd að aldrei hafi verið lögð fram nokkur áþreifanleg sönnunargöng frá fornleifafræðingum sem styðji það, fyrr en nú. Ekki eru allir vísindamenn sem komu að myndinni á sama máli. Stephan Pfann, prófessor í Biblíufræðum, segist hafa tekið þátt í gerð myndarinnar því hann hafi talið þörf á trúverðugri yfirferð á því sem þar komi fram og hverni sagan sé sögð. Hann segist ekki sannfærður um að grafhvelfing Jesú frá Nasaret sé fundin. Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Jesús átti í ástarsambandi við Maríu Magdalenu og þau áttu son. Þetta er staðhæft í nýrri heimildarmynd bandaríska leikstjórans James Cameron þar sem segir að hinsti hvílustaður frelsarans sé fundinn. Cameron er þekktur fyrir kvikmyndir á borð við True Lies og óskarsverðlaunamyndina Titanic. Heimildarmynd hans ber heitið Týnda grafhvelfing Krists eða The Lost Tomb of Christ. Þar er fjallað um grafhvelfingu sem byggingaverkamenn fundu fyrir rælni í úthverfi Jerúsalems árið 1980. Þar inni voru 10 líkkistur úr kalksteini merktar Maríu, Matthíasi, Jesú syni Jóseps og Júdasi syni Jesú svo nokkur nafnanna séu nefnd. Í myndinni er því velt fram að kisturnar hafi geymt bein Jesú Krists og fjölskyldu hans. Nöfnin á kistunum bendi til þess að hann hafi átt son. DNA-sýni staðfesti svo það sem fram komi í myndinni. Ísraelskir fornleifafræðingar segja öll þessi nöfn hafa verið algeng á þeim tíma sem grafhýsið sé frá og segja um sölubragð Camerons að ræða. Hann segir það alrangt. Hann hafi aldrei dregið það í efa að Jesú hafi verið til og gengið á jörðinni fyrir 2000 árum. Það sé hins vegar staðreynd að aldrei hafi verið lögð fram nokkur áþreifanleg sönnunargöng frá fornleifafræðingum sem styðji það, fyrr en nú. Ekki eru allir vísindamenn sem komu að myndinni á sama máli. Stephan Pfann, prófessor í Biblíufræðum, segist hafa tekið þátt í gerð myndarinnar því hann hafi talið þörf á trúverðugri yfirferð á því sem þar komi fram og hverni sagan sé sögð. Hann segist ekki sannfærður um að grafhvelfing Jesú frá Nasaret sé fundin.
Erlent Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira