Innlent

Hálka á heiðum

Hálka er víða um land, sérstaklega á heiðum.
Hálka er víða um land, sérstaklega á heiðum. MYND/Ásgrímur Ásgrímsson

Flughálka er á Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Hálka er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Greiðfært er um allt Suður- og Vesturland, þó eru sumstaðar hálkublettir á Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum, Norður-og Austurlandi er víða hálka og hálkublettir.

Vegna bilunar og viðgerða á brúnni yfir Jökulsá á Fjöllum, við Grímsstaði, er hámarkshraði lækkaður niður í 30 km og eru ökumenn beðnir að gæta varúðar þegar ekið er yfir. Sérstaklega er áríðandi að stjórnendur þungra ökutækja sýni fyllstu aðgát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×