Innlent

Hafin yfir eigin lög og reglur

Flugvél sem varð fyrir óhappi á Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél sem varð fyrir óhappi á Reykjavíkurflugvelli. MYND/Daníel Rúnarsson

Svo virðist sem Farþegaflutningar Flugmálastjórnar séu að minnsta kosti siðlausir, ef ekki ólöglegir, segir ritstjóri fréttabréfs Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Elmar Gíslason ritstjóri fjallar um málið vegna óhapps sem varð á Reykjavíkurflugvelli nýverið, þegar vél hlekktist á með sex farþega Flugstoða um borð. Flugstoðir eru opinbert einkahlutafélag, en Flugmaálastofnun er ríkisfyrirtæki.

Elmar segir þetta athugavert í ljósi þess að vélin sé aðeins skráð til einkaflugs hjá stofnuninni. Það feli í sér að ekki sé gerð krafa um flugrekstrarhandbók, og heldur ekki krafa um flugrekstrarstjóra né krafa um viðhaldssamning. Þessar kröfur séu gerðar til allra annara sem stunda farþegaflug.

Það virðist því vera að yfirvald og eftirlitsaðili flugmála á Íslandi telji sjálfa sig hafin yfir eigin lög og reglur. Séu farþegaflutningar Flugmálastjórnar, sem mörg dæmi séu um, ekki ólöglegir, séu þeir að minnsta kosti siðlaus gjörningur, segir Elmar Gísalson ritstjóri fréttabréfs FÍA.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×