Innlent

Utanríkisráðherra fundar í Lichtenstein

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fund með Ritu Kieber-Beck utanríkisráðherra Liechtenstein. Á fundinum voru sameiginleg hagsmunamál landanna rædd, meðal annars stækkun evrópska efnahagsvæðisins og málefni EFTA og Heimsviðskiptastofnunarinnar. Þá ræddu ráðherrarnir um þróunarmál og möguleika á auknum samskiptum á sviði menningarmála.

Þá átti utanríkisráðherra fund með Otmar Hasler forsætisráðherra Liechtenstein þar sem rædd voru tvíhliða samskipti þjóðanna.

Opinberri heimsókn utanríkisráðherra lauk nú síðdegis með móttöku í boði Alois erfðaprins Liechtenstein. Á morgun situr Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherrafund Atlantshafsbandalagsins, sem haldinn verður í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×