Verðbólgan mælist 6,9 prósent 12. janúar 2007 09:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði.Bent er á á vef Hagstofunnar að vetrarútsölur séu í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 12,1 prósent milli mánaða (vísitöluáhrif -0,58%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 2,0 prósent (0,27%) og verð á nýjum bílum um 2,3 prósent (0,15%). Þá hækkuðu gjöld tengd húsnæði um 13,3 prósent (0,14%).Verðbólga mælist sem fyrr segir 6,9 prósent án húsnæðis um 6,0 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3 prósent sem jafngildir 1,1 prósenta verðbólgu á áriGreiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent.Greiningardeild Glitnis spáði því undir lok síðustu viku að vísitala neysluverðs héldist óbreytt á milli desember og janúar og gerði ráð fyrir því að verðbólga færi úr 7,0 prósentum niður í 6,6 prósent. Greiningardeildin sagði gjaldskrárhækkanir á opinberri þjónustu nokkra í mánuðinum en bætti því við að lækkanir á ýmsum sviðum taki heildarhækkunina niður. Þá gerði deildin ráð fyrir því að matvöruverð hækkaði í mánuðinum vegna hækkunar hjá birgjum og launahækkana í verslun. Deildin spáði því ennfremur að verðbólgan muni lækka hratt á árinu og verða 2,3 prósent á ársgrundvelli yfir árið í heild.Verðbólguspá Glitnis Í verðbólguspá greiningardeildar Kaupþing í byrjun árs var gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 prósent á milli mánaða í janúar og muni 12 mánaða verðbólga fara við það niður í 6,7 prósent. Í Verðbólguspá deildarinnar frá miðjum október í fyrra var bent á að draga muni úr eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum og muni það skila sér í minni verðbólguþrýstingi. Skatta- og tollalækkanir muni koma inn í vísitölumælingar í mars og apríl og muni verðbólga því lækka mjög skart í kjölfar þess, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Þá spáði deildin því að 12 mánaða verðbólgan yfir árið í heild verði um 3,5 prósent.Verðbólguspá Kaupþings Greiningardeild Landsbankans áréttaði fyrri verðbólguspá sína í Vegvísinum í gær. Þar var gert ráð fyrir 0,2 prósenta hækkun vísitölu neysluverð sem geri það að verkum að verðbólga lækkar úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent. Greiningardeildin sagði erfiðast að spá fyrir um breytingar á matvöruverði enda óvíst hversu hratt hækkanir hjá birgjum um áramótin hafi lekið út í smásöluverð í þessum mánuði. Vegna þessa megi því búast við áframhaldandi lækkun á matvöruverði í næsta mánuði. Deildin spáir því að verðbólga fari skarpt niður í mars vegna skattalækkana og geti hún haldið áfram niður á við í apríl.Verðbólguspá Landsbankans Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði.Bent er á á vef Hagstofunnar að vetrarútsölur séu í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 12,1 prósent milli mánaða (vísitöluáhrif -0,58%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 2,0 prósent (0,27%) og verð á nýjum bílum um 2,3 prósent (0,15%). Þá hækkuðu gjöld tengd húsnæði um 13,3 prósent (0,14%).Verðbólga mælist sem fyrr segir 6,9 prósent án húsnæðis um 6,0 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3 prósent sem jafngildir 1,1 prósenta verðbólgu á áriGreiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent.Greiningardeild Glitnis spáði því undir lok síðustu viku að vísitala neysluverðs héldist óbreytt á milli desember og janúar og gerði ráð fyrir því að verðbólga færi úr 7,0 prósentum niður í 6,6 prósent. Greiningardeildin sagði gjaldskrárhækkanir á opinberri þjónustu nokkra í mánuðinum en bætti því við að lækkanir á ýmsum sviðum taki heildarhækkunina niður. Þá gerði deildin ráð fyrir því að matvöruverð hækkaði í mánuðinum vegna hækkunar hjá birgjum og launahækkana í verslun. Deildin spáði því ennfremur að verðbólgan muni lækka hratt á árinu og verða 2,3 prósent á ársgrundvelli yfir árið í heild.Verðbólguspá Glitnis Í verðbólguspá greiningardeildar Kaupþing í byrjun árs var gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 prósent á milli mánaða í janúar og muni 12 mánaða verðbólga fara við það niður í 6,7 prósent. Í Verðbólguspá deildarinnar frá miðjum október í fyrra var bent á að draga muni úr eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum og muni það skila sér í minni verðbólguþrýstingi. Skatta- og tollalækkanir muni koma inn í vísitölumælingar í mars og apríl og muni verðbólga því lækka mjög skart í kjölfar þess, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Þá spáði deildin því að 12 mánaða verðbólgan yfir árið í heild verði um 3,5 prósent.Verðbólguspá Kaupþings Greiningardeild Landsbankans áréttaði fyrri verðbólguspá sína í Vegvísinum í gær. Þar var gert ráð fyrir 0,2 prósenta hækkun vísitölu neysluverð sem geri það að verkum að verðbólga lækkar úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent. Greiningardeildin sagði erfiðast að spá fyrir um breytingar á matvöruverði enda óvíst hversu hratt hækkanir hjá birgjum um áramótin hafi lekið út í smásöluverð í þessum mánuði. Vegna þessa megi því búast við áframhaldandi lækkun á matvöruverði í næsta mánuði. Deildin spáir því að verðbólga fari skarpt niður í mars vegna skattalækkana og geti hún haldið áfram niður á við í apríl.Verðbólguspá Landsbankans
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Sjá meira