Innlent

Þess vegna eru karlmenn hamingjusamari

Menn hafa lengi velt því fyrir sér hvort kynið sé hamingjusamara, karlar eða konur. Nokkrir bandarískir hugsuðir hafa sett fram tuttugu ástæður fyrir því að karlar séu hamingjusamari. 1. Við höldum eftirnafninu okkar. 2. Brúðkaupsundirbúningurinn sér um sig sjálfur. 3. Bifvélavirkjar segja okkur sannleikann. 4. Sama vinna, hærri laun. 5. Hrukkur auka á karakter. 6. Brúðarkjóll 300 þúsund, smókingleiga 5000 krónur.

7. Fólk horfir aldrei á brjóstið á okkur þegar við erum að tala við það. 8. Það er gert ráð fyrir því að við ropum og rekum við. 9. Símtöl taka 30 sekúndur. 10. Við vitum hitt og þetta um skriðdreka. 11. Við þurfum aðeins eina ferðatösku fyrir fimm daga frí. 12. Við getum opnað krukkur. 13. Nærbuxur kosta 500 kall, 3 í pakka.

14. Þrjú pör af skóm er meira en nóg. 15. Við erum ófærir um að sjá krump í fötum. 16. Sama hártískan endist í áratugi. 17. Við þurfum ekki að raka okkur fyrir neðan háls. 18. Eitt veski, eitt skópar, sami litur, allt árið. 19. Við ráðum hvort við látum okkur vaxa yfirskegg. 20. Við getum gert jólainnkaup fyrir 25 ættingja, á aðfangadag, á 45 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×