Frábiður sér gagnrýni 6. janúar 2007 18:24 Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Ummælin lét forsætisráðherrann falla á samkomu sem haldin var í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá stofnun íraska hersins. Í ræðu sinni sagðist hann frábiðja sér afskipti annarra ríkja af aftökunni á Saddam, ekki hefði verið um pólitíska ákvörðun að ræða heldur réttláta ákvörðun dómsstóla. Maliki klykkti svo út með að hóta að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa henginguna og sakaði þau um að blanda sér í írösk innanríkismál. Þar beindi hann orðum sínum meðal annars að Hosni Mubarak Egypalandsforseta sem í gær sagði aftökuna villimannslega og með henni hefði Saddam verið gerður að píslarvotti. Maliki greindi einnig frá því að á næstu dögum myndu hersveitir hans loks láta sverfa til stáls í baráttunni við uppreisnarmenn súnnía og dauðasveitir sjía sem virðast halda landinu í heljargreipum. Við þá baráttu munu þær njóta liðsinnis Bandaríkjahers en George Bush mun að öllum líkindum tilkynna um nokkra fjölgun í herliðinu í næstu viku. Erfitt gæti reynst að fá fjárveitingar fyrir því þar sem demókratar sem nú eru í meirihluta í báðum deildum þingsins leggjast eindregið gegn þessum áfromum. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var ákveðið að John Negroponte hætti sem yfirmaður leyniþjónustustofnana ríkisins og tæki í staðinn við embætti aðstoðarutanríkisráðherra, William Fallon verður yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan í stað John Abizaid, og David Petraeus tekur við herstjórninni í Írak af George Casey. Erlent Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hótaði í dag að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa aftöku Saddams Hussein, þar sem um íhlutun í írösk innanríkismál sé að ræða. George Bush hyggst senda liðsauka til Íraks en demókratar, sem nú eru í meirihluta á Bandaríkjaþingi, leggjast gegn því. Ummælin lét forsætisráðherrann falla á samkomu sem haldin var í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá stofnun íraska hersins. Í ræðu sinni sagðist hann frábiðja sér afskipti annarra ríkja af aftökunni á Saddam, ekki hefði verið um pólitíska ákvörðun að ræða heldur réttláta ákvörðun dómsstóla. Maliki klykkti svo út með að hóta að endurskoða samskipti við þau ríki sem gagnrýnt hafa henginguna og sakaði þau um að blanda sér í írösk innanríkismál. Þar beindi hann orðum sínum meðal annars að Hosni Mubarak Egypalandsforseta sem í gær sagði aftökuna villimannslega og með henni hefði Saddam verið gerður að píslarvotti. Maliki greindi einnig frá því að á næstu dögum myndu hersveitir hans loks láta sverfa til stáls í baráttunni við uppreisnarmenn súnnía og dauðasveitir sjía sem virðast halda landinu í heljargreipum. Við þá baráttu munu þær njóta liðsinnis Bandaríkjahers en George Bush mun að öllum líkindum tilkynna um nokkra fjölgun í herliðinu í næstu viku. Erfitt gæti reynst að fá fjárveitingar fyrir því þar sem demókratar sem nú eru í meirihluta í báðum deildum þingsins leggjast eindregið gegn þessum áfromum. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var ákveðið að John Negroponte hætti sem yfirmaður leyniþjónustustofnana ríkisins og tæki í staðinn við embætti aðstoðarutanríkisráðherra, William Fallon verður yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan í stað John Abizaid, og David Petraeus tekur við herstjórninni í Írak af George Casey.
Erlent Fréttir Mest lesið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira