Erlent

Vinsælt að kafa með hákörlum

Að kafa með hákörlum hljómar ekki beint spennandi en það er engu að síður orðin vinsælt á meðal ferðamanna í Suður Afríku. Ferðir í hákarlaköfun eru uppbókaðar marga mánuði fram í tíman og talið er að allt að eitt hundrað þúsund manns hafi farið í slíkar ferðir í fyrra.

Fólk fer í búrum ofan í vatnið og er beita hengd utan á búrið. Því næst koma hungraðir hákarlar og fá sér bita og reyna jafnvel að glefsa í búrið sjálft líka. Yfirvöld hafa hins vegar bent á að þetta athæfi virðist hafa leitt til þess að hákarlar tengi saman mat og báta því árásir hákarla á fólk hafa aukist til muna undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×