Virkjum íslenska þekkingu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 10. nóvember 2007 00:01 Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Skoðun Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hvarvetna þar sem ég kem sem utanríkisráðherra finn ég fyrir áhuga fólks á því hvernig Íslendingum hefur tekist á einum mannsaldri að breyta orkubúskap sínum úr kolum og olíu í hreina orkugjafa. Okkur hefur tekið það sem svo margar þjóðir sækjast eftir og þær vilja læra af reynslu okkar. Mannkynið stendur frammi fyrir gríðarlegri áskorun í orku- og umhverfismálum og áhrifin af völdum loftslagsbreytinga verða æ skýrari. Eftirspurn eftir hreinni orku hefur aldrei verið meiri og það er horft til okkar sem höfum sýnt árangur í verki. Orkuveitu Reykjavíkur og öðrum íslenskum þekkingarfyrirtækjum hefur tekist að byggja upp mikla færni og reynslu við nýtingu jarðhita. Samstarf íslenskra orkufyrirtækja, vísindamanna, rannsóknarstofnana og fjárfesta við heimamenn í fjölmörgum þeirra tæplega 40 landa sem búa yfir vannýttum eða ónýttum jarðhita er liður í því að tryggja íbúum orku á viðráðanlegu verði. Það gæti jafnframt orðið marktækt framlag í baráttunni gegn óafturkræfum breytingum á loftslagi jarðar. Ég var borgarstjóri í Reykjavík þegar veitufyrirtækin voru sameinuð í Orkuveitu Reykjavíkur. Ég hef verið ákaflega stolt af uppbyggingu Orkuveitunnar og fólkinu sem þar starfar og hef fylgst náið með því hvernig fyrirtækið hefur unnið að framþróun með því að leggja rækt við rannsóknir og þekkingu. Það er þessi þekking og reynsla sem gefur okkur nú ákveðið forskot. Ég hef fylgst með því hvernig íslenskir aðilar hafa tekið þátt í nýtingu jarðhita með sérfræðingum í öðrum löndum, hvort sem það er í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Afríku eða Kína. Þegar ég kom til Kína sem borgarstjóri árin 1995 og 2001 varð ég áþreifanlega vör við áhuga Kínverja á að nýta reynslu Íslendinga af hitaveitum þar sem heitt vatn kæmi í stað kola til húshitunar. Þá var erfitt að fá fjárfesta til samstarf en það hefur nú breyst. Þá hafa kínversk stjórnvöld séð kosti þessa fyrir heilsufar íbúanna þar sem lungnasjúkdómstilfellum fækkar umtalsvert. Við Íslendingar getum náð að byggja upp arðbær atvinnufyrirtæki um leið og við leggjum fólki lið til þróunar og aukinna lífsgæða. Því er áhersla á það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að tímabært sé að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins til samvinnu um nýtingu hreinnar orku í heiminum. Við ætlum að berjast gegn loftslagsbreytingum og framlag okkar til jarðhitanýtingar sé þar mikilvægur þáttur eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ítrekað bent á. Orðspor Íslendinga er afar gott og í því samhengi verður að minnast á þátt Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur menntað tæplega 400 sérfræðinga frá fjölmörgum þróunarlöndum. Framsæknustu fyrirtæki heims sækjast nú eftir hreinni orku í samræmi við kröfur viðskiptavina sinna. Útrásin í orkumálum er dýrmætt tækifæri Íslendinga til að taka jákvæðan þátt í uppbyggingu samfélaga víða um heim. Það tækifæri eigum við að nýta af ábyrgð, fagmennsku og krafti. En kapp er alltaf best með forsjá. Nýr meirihluti í borgarstjórn taldi óhjákvæmilegt að ógilda ákvarðanir sem fyrri meirihluti stóð að, og myndaðist raunar þverpólitísk samstaða allra flokka í borgarstjórn um það mál. Þótt meinbugir hafi verið á þeirri tilteknu samningagerð verður engu að síður að finna ásættanlega og skynsamlega leið til þess að þekking og reynsla Orkuveitunnar ásamt öflugri aðkomu einkaframtaksins geti unnið saman að virkjun jarðhita og taka áfram þátt í verðmætasköpun á erlendri grundu. Nýr meirihluti hefur unnið að málinu af festu og ábyrgð. Stýrihópur borgarinnar hefur unnið hratt og vel. Það er enginn efi í mínum huga um að meirihluti borgarstjórnar muni finna orkuútrásinni farsælan farveg þannig að þekking og sambönd sem byggst hafa upp hjá Orkuveitunni og innan útrásarfyrirtækis hennar Reykjavik Energy Invest skili sér mikilvægum og metnaðarfullum verkefnum. Við eigum að sækja fram bjartsýn á möguleikana en raunsæ á allar þær hindranir sem verður að yfirstíga til að raunverulegur árangur náist til langframa. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun