Viðskipti innlent

Segir viðbrögð markaðarins of sterk

Forstjóri Icelandair segir mikinn uppgang innan Icelandair og uppgjör félagsins aðeins lakara en gert var ráð fyrir.
Forstjóri Icelandair segir mikinn uppgang innan Icelandair og uppgjör félagsins aðeins lakara en gert var ráð fyrir. MYND/PJETUR

Gengi bréfa Icelandair lækkaði um rúm 5 prósent í gær í kjölfar þess að stjórn félagsins gaf frá sér yfirlýsingu um að afkoma félagsins yrði undir áætlunum á þriðja fjórðungi.

Í tilkynningu frá Icelandair síðastliðinn föstudag kemur fram að tekjur í farþegaflugi Icelandair hafi verið minni en áætlað var meðal annars vegna sterkrar stöðu íslensku krónunnar og lægri meðalfargjalda. Þá sé viðhaldskostnaður einnig hærri í samstæðunni en reiknað var með að hann yrði.

Sterk staða krónunnar hefur haft áhrif á útflutning frá landinu og þar með á afkomu Icelandair Cargo. Greining Glitnis segir þetta ekki góð tíðindi fyrir Icelandair þar sem þriðji fjórðungur sé jafnan sá mikilvægasti í rekstri félagsins. Markaðurinn brást illa við fréttum Icelandair í gær.

Í samtali við Fréttablaðið sagði Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, viðbrögðin í raun allt of sterk og lagði áherslu á að þótt uppgjörið verði aðeins lakara en gert var ráð fyrir verði það alls ekki slæmt og að mikill gangur sé í fyrirtækinu. Uppgjör félagsins verður birt 13. október næstkomandi.

J

ón Karl mun sitja fyrir svörum í hádegisviðtali Markaðarins á Stöð 2 í hádeginu í dag, þriðjudag. - sisi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×