Sprotafyrirtækin stíga fram úr skugganum 24. október 2007 00:01 Nýsköpunarfyrirtæki geta skapað hundruð nýrra starfa úti á landsbyggðinni, að sögn Andra Ottesen, framkvæmdastjóra Seed Forum á Íslandi. MYND/ANTON Fjárfestaþing Seed Forum verður haldið í höfuðstöðvum Marels í Garðabæ á föstudag. Þar munu níu sprotafyrirtæki kynna sig fyrir fjárfestum, þar af þrjú íslensk og eitt hálf íslenskt. Þing sem þessi hafa verið haldin víða um heim á hverju ári undanfarin þrjú ár en tvær lotur eru á hverju ári, ein að vori og önnur að hausti. Ný fyrirtæki kynna sig á hverju þingi en nokkur fara þó til nokkurra landa. Þetta er í sjötta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fjöldi íslenskra og erlendra fyrirtækja hefur kynnt sig fyrir fjárfestum sem þessum, sem gjarnan eru kallaðir viðskiptaenglar. Þeir setja bæði fjármagn inn í fyrirtækin en taka jafnframt sæti í stjórnum þeirra og nýta reynslu sína úr fyrirtækjarekstri til að styðja þau áfram. Á meðal fyrirtækja sem hafa kynnt sig fyrir fjárfestum með þessum hætti eru stórfyrirtæki í dag, svo sem leikjafyrirtækið CCP, sem kynnti sig á þingi Seed Forum fyrir um tveimur árum í nokkrum löndum og opnaði skrifstofu í Kína í kjölfarið. Eins og flestir vita hefur fyrirtækið vaxið gríðarlega síðustu ár og skilaði 500 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Andri Ottesen, framkvæmdastjóri Seed Forum á Íslandi og Klaks nýsköpunarmiðstöðvar, segir fjárhæðir sem viðskiptaenglarnir setji í sprotafyrirtæki geta hlaupið á allt frá þremur til 30 milljónum króna. Algengast sé þó að þær nemi í kringum fimm milljónum króna. Allt fari það eftir eðli fyrirtækjanna. Stundum fjárfesti nokkrir viðskiptaenglar í einu og sama fyrirtækinu og geti heildarfjárhæðin hlaupið á 50 til 150 milljónum króna. En áhættan er mikil og því geta þeir ýmist horft á peningana gufa upp eða margfaldast. „Það er í raun verið að setja á tvennt með því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Traust á verðugleika fólksins sem stýrir fyrirtækjunum og viðskiptahugmyndina," segir Andri og bendir á að fátt annað standi að baki fyrirtækjunum. Rekstrarsaga þeirra sé iðulega mjög stutt, fjárflæði lítið og því sé áhættan mikil fyrir vikið. Vegna þessarar miklu áhættu gera viðskiptaenglarnir ráð fyrir hárri ávöxtunarkröfu, allt frá 50 til 70 prósenta á ári, að sögn Andra sem bendir á að margir þeirra fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum í senn og sé því reiknað með eitt fyrirtæki vegi upp á móti tapi hinna. „Ávöxtunarkrafan skýrist sömuleiðis af háum stýrivaxtastigi hér," segir Andri. Einstaklingar geti fengið allt upp undir 15 prósenta ávöxtun á fé sitt í sjóðum. Slík ávöxtunarkrafa sjáist vart erlendis og því margfaldist ávöxtunarkrafan á sprotafyrirtækin. Saga CCP er dæmi um fjárfestingu sem hafi skilað sér margfalt til baka, að hans sögn.Nýsköpun mikilvægAndri segir nýsköpun innan veggja sprotafyrirtækja mikilvæga enda hafi verið sýnt fram á að hún sé það eina sem geti haldið uppi hagvexti til langs tíma auk þess sem fyrirtækin geti skapað fjölda nýrra starfa, ekki síst úti á landsbyggðinni. Hann nefnir tvö fyrirtæki sem sérstaklega standa upp úr hvað þetta varðar: „Zymetech, sem kynnti á Seed Forum í mars og hefur náð að afla sér nokkur hundruð miljóna í hlutafjárloforð, vinnur náttúrulyf úr þorskainnyflum. Þetta mun skapa til lengri tíma nokkra tugi starfa á landsbyggðinni sér í lagi á Höfn í Hornafirði. Þá getur það leitt til þess að óslægður þorskur muni ekki verða fluttur úr landi," segir hann og bendir á að gangi vonir Carbon Recycling International, sem umbreytir koltvísýringi frá stóriðju yfir í eldsneyti, geti skapað 600 störf á næstu árum, flest á landsbyggðinni. Eigi það að ganga eftir verður að beita tækni fyrirtækisins á alla stóriðju landsins, að sögn Andra.Þrjú þúsund krónur kostar á fjárfestaþing Seed Forum, sem hefst með skráningu klukkan átta í höfuðstöðvum Marels í Garðabæ. Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital, heldur erindi áður en fulltrúar fyrirtækjanna stíga á stokk og kynna sig. Að því loknu býður breski sendiherrann þeim í bústað sinn að Laufásvegi. Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Fjárfestaþing Seed Forum verður haldið í höfuðstöðvum Marels í Garðabæ á föstudag. Þar munu níu sprotafyrirtæki kynna sig fyrir fjárfestum, þar af þrjú íslensk og eitt hálf íslenskt. Þing sem þessi hafa verið haldin víða um heim á hverju ári undanfarin þrjú ár en tvær lotur eru á hverju ári, ein að vori og önnur að hausti. Ný fyrirtæki kynna sig á hverju þingi en nokkur fara þó til nokkurra landa. Þetta er í sjötta sinn sem þingið er haldið hér á landi. Fjöldi íslenskra og erlendra fyrirtækja hefur kynnt sig fyrir fjárfestum sem þessum, sem gjarnan eru kallaðir viðskiptaenglar. Þeir setja bæði fjármagn inn í fyrirtækin en taka jafnframt sæti í stjórnum þeirra og nýta reynslu sína úr fyrirtækjarekstri til að styðja þau áfram. Á meðal fyrirtækja sem hafa kynnt sig fyrir fjárfestum með þessum hætti eru stórfyrirtæki í dag, svo sem leikjafyrirtækið CCP, sem kynnti sig á þingi Seed Forum fyrir um tveimur árum í nokkrum löndum og opnaði skrifstofu í Kína í kjölfarið. Eins og flestir vita hefur fyrirtækið vaxið gríðarlega síðustu ár og skilaði 500 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Andri Ottesen, framkvæmdastjóri Seed Forum á Íslandi og Klaks nýsköpunarmiðstöðvar, segir fjárhæðir sem viðskiptaenglarnir setji í sprotafyrirtæki geta hlaupið á allt frá þremur til 30 milljónum króna. Algengast sé þó að þær nemi í kringum fimm milljónum króna. Allt fari það eftir eðli fyrirtækjanna. Stundum fjárfesti nokkrir viðskiptaenglar í einu og sama fyrirtækinu og geti heildarfjárhæðin hlaupið á 50 til 150 milljónum króna. En áhættan er mikil og því geta þeir ýmist horft á peningana gufa upp eða margfaldast. „Það er í raun verið að setja á tvennt með því að fjárfesta í sprotafyrirtækjum. Traust á verðugleika fólksins sem stýrir fyrirtækjunum og viðskiptahugmyndina," segir Andri og bendir á að fátt annað standi að baki fyrirtækjunum. Rekstrarsaga þeirra sé iðulega mjög stutt, fjárflæði lítið og því sé áhættan mikil fyrir vikið. Vegna þessarar miklu áhættu gera viðskiptaenglarnir ráð fyrir hárri ávöxtunarkröfu, allt frá 50 til 70 prósenta á ári, að sögn Andra sem bendir á að margir þeirra fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum í senn og sé því reiknað með eitt fyrirtæki vegi upp á móti tapi hinna. „Ávöxtunarkrafan skýrist sömuleiðis af háum stýrivaxtastigi hér," segir Andri. Einstaklingar geti fengið allt upp undir 15 prósenta ávöxtun á fé sitt í sjóðum. Slík ávöxtunarkrafa sjáist vart erlendis og því margfaldist ávöxtunarkrafan á sprotafyrirtækin. Saga CCP er dæmi um fjárfestingu sem hafi skilað sér margfalt til baka, að hans sögn.Nýsköpun mikilvægAndri segir nýsköpun innan veggja sprotafyrirtækja mikilvæga enda hafi verið sýnt fram á að hún sé það eina sem geti haldið uppi hagvexti til langs tíma auk þess sem fyrirtækin geti skapað fjölda nýrra starfa, ekki síst úti á landsbyggðinni. Hann nefnir tvö fyrirtæki sem sérstaklega standa upp úr hvað þetta varðar: „Zymetech, sem kynnti á Seed Forum í mars og hefur náð að afla sér nokkur hundruð miljóna í hlutafjárloforð, vinnur náttúrulyf úr þorskainnyflum. Þetta mun skapa til lengri tíma nokkra tugi starfa á landsbyggðinni sér í lagi á Höfn í Hornafirði. Þá getur það leitt til þess að óslægður þorskur muni ekki verða fluttur úr landi," segir hann og bendir á að gangi vonir Carbon Recycling International, sem umbreytir koltvísýringi frá stóriðju yfir í eldsneyti, geti skapað 600 störf á næstu árum, flest á landsbyggðinni. Eigi það að ganga eftir verður að beita tækni fyrirtækisins á alla stóriðju landsins, að sögn Andra.Þrjú þúsund krónur kostar á fjárfestaþing Seed Forum, sem hefst með skráningu klukkan átta í höfuðstöðvum Marels í Garðabæ. Tryggvi Þór Herbertsson, forstjóri Askar Capital, heldur erindi áður en fulltrúar fyrirtækjanna stíga á stokk og kynna sig. Að því loknu býður breski sendiherrann þeim í bústað sinn að Laufásvegi.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent