Stöndum vörð um Nónhæð 18. ágúst 2007 03:00 Það var í maí s.l. að nokkrir íbúar Nónhæðar komust að því fyrir tilviljun að innan tíðar stæði til að hefja umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á lóðunum Arnarsmára 32 og 36 (efst á Nónhæð). Skipulagsstjóri Kópavogs hafði þá unnið að því verkefni um nokkurra ára skeið, í samstarfi við tvo verktaka, að skipuleggja um 800 manna byggð á lóðunum. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi eru lóðirnar sem hér um ræðir annars vegar skilgreindar sem útivistar- og þjónustusvæði og hinsvegar sem verslunar- og útivistarsvæði. Skipulagsyfirvöld bæjarins verða því að leggja til breytingar á núgildandi Aðalskipulagi til þess að hægt verði að koma þessum áætlunum í framkvæmd. Eftir að allmargir íbúar höfðu komið skýrum skilaboðum á framfæri til bæjarfulltrúa um andstöðu við þessar fyrirætlanir var haldinn kynningarfundur til þess að kynna framkomnar skipulagstillögur. Fundurinn var haldinn seinnihluta júní, þegar margir íbúar voru í sumarfríi, en þrátt fyrir það var mæting íbúa einstaklega góð og skilaboð gegn þessum áformum voru mjög skýr.Tillögur í endurskoðunÍbúum Smárahverfis var gerð grein fyrir því að fyrirliggjandi tillögur yrðu ekki auglýstar með lögformlegum hætti fyrr en þeir hefðu gert við þær athugasemdir og þær endurskoðaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum var gefinn til 20. ágúst n.k. Þær athugasemdir sem íbúar eru nú að vinna að hafa í raun ekkert lögformlegt gildi þar sem þessi aðferð hjá bæjaryfirvöldum á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum og þau þurfa ekki að taka tillit til þeirra. Ófullnægjandi gögnÞað vakti furðu undirritaðs á þessum fundi að Kópavogsbær hafði ekki gert neinar áætlanir um hvernig hægt væri að leysa þau vandamál sem augljóslega koma upp þegar mikil viðbótarbyggð er skipulögð í grónu hverfi. Hér á ég við að ekki lágu fyrir tillögur um lausn á t.d. umferðarmálum, umferðarhávaða og loftmengun. Verktakar lögðu fram gögn þar um þótt þau væru í raun ekki fullnægjandi en þar var þó farið yfir þessi mál. Fulltrúar Kópavogsbæjar voru tvísaga þegar kom að því að ræða um umferðarleiðir á svæðinu. Í öðru orðinu var sagt að á Arnarsmára 36 ætti að vera húsagata en í hinu var sagt að sú gata myndi nýtast sem tengibraut á milli Arnarsmára og Smárahvammsvegar til að létta á umferð um Arnarsmára. Það vita þeir sem að umferðarmálum vinna að slíkt gengur ekki!Það er óskiljanlegt að bæjaryfirvöldum skuli leyfast að leggja fram deiliskipulagstillögur um þéttingu núverandi byggðar án þess að gera grein fyrir því hvernig ýmis mál s.s. umferðar- og mengunarmál verði leyst þannig að núverandi íbúar geti við unað. Ég tel nauðsynlegt að skipulags- og byggingarlög og reglugerðir verði að kveða á um það að öll slík mál séu leyst áður en komið geti til álita að leggja deiliskipulagstillögur fram.Aðalskipulagið gildiVarnarlína íbúa í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar er að tryggja að núgildandi aðalskipulag svæðisins gildi. Án breytinga á því hafa bæjaryfirvöld ekki möguleika á að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Nónhæð er mjög verðmætt útivistarsvæði sem gæti tengt saman eða myndað eins konar grænan trefil sem næði frá vesturbæ Kópavogs um Nónhæð og Hnoðraholt upp að Vatnsenda. Eins og er virðist útivistarfólk ekki eiga annarra kosta völ en að fara um gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Þar er nú verið að hefja byggingu umferðarmannvirkja yfir Fífuhvammsveg og umferð þar mun aukast verulega í framtíðinni sem leiðir til þess að það verður lítt spennandi göngusvæði. ÍbúasamtökÍbúasamtök í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar voru stofnuð þann 9. ágúst s.l. og er markmið þeirra að standa vörð um gildandi aðalskipulag svæðisins á Nónhæð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Samtökin standa nú að söfnun undirskrifta til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á gildandi aðalskipulagi. Við hvetjum alla þá sem láta málið sig varða til að skrifa sig á listann sem síðan verður afhentur bæjarstjóra Kópavogs mánudaginn 20. ágúst n.k. Heimasíða samtakanna er: www.orion.is/non.Höfundur er formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Það var í maí s.l. að nokkrir íbúar Nónhæðar komust að því fyrir tilviljun að innan tíðar stæði til að hefja umfangsmiklar byggingarframkvæmdir á lóðunum Arnarsmára 32 og 36 (efst á Nónhæð). Skipulagsstjóri Kópavogs hafði þá unnið að því verkefni um nokkurra ára skeið, í samstarfi við tvo verktaka, að skipuleggja um 800 manna byggð á lóðunum. Samkvæmt núgildandi aðalskipulagi eru lóðirnar sem hér um ræðir annars vegar skilgreindar sem útivistar- og þjónustusvæði og hinsvegar sem verslunar- og útivistarsvæði. Skipulagsyfirvöld bæjarins verða því að leggja til breytingar á núgildandi Aðalskipulagi til þess að hægt verði að koma þessum áætlunum í framkvæmd. Eftir að allmargir íbúar höfðu komið skýrum skilaboðum á framfæri til bæjarfulltrúa um andstöðu við þessar fyrirætlanir var haldinn kynningarfundur til þess að kynna framkomnar skipulagstillögur. Fundurinn var haldinn seinnihluta júní, þegar margir íbúar voru í sumarfríi, en þrátt fyrir það var mæting íbúa einstaklega góð og skilaboð gegn þessum áformum voru mjög skýr.Tillögur í endurskoðunÍbúum Smárahverfis var gerð grein fyrir því að fyrirliggjandi tillögur yrðu ekki auglýstar með lögformlegum hætti fyrr en þeir hefðu gert við þær athugasemdir og þær endurskoðaðar. Frestur til að skila inn athugasemdum var gefinn til 20. ágúst n.k. Þær athugasemdir sem íbúar eru nú að vinna að hafa í raun ekkert lögformlegt gildi þar sem þessi aðferð hjá bæjaryfirvöldum á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum og þau þurfa ekki að taka tillit til þeirra. Ófullnægjandi gögnÞað vakti furðu undirritaðs á þessum fundi að Kópavogsbær hafði ekki gert neinar áætlanir um hvernig hægt væri að leysa þau vandamál sem augljóslega koma upp þegar mikil viðbótarbyggð er skipulögð í grónu hverfi. Hér á ég við að ekki lágu fyrir tillögur um lausn á t.d. umferðarmálum, umferðarhávaða og loftmengun. Verktakar lögðu fram gögn þar um þótt þau væru í raun ekki fullnægjandi en þar var þó farið yfir þessi mál. Fulltrúar Kópavogsbæjar voru tvísaga þegar kom að því að ræða um umferðarleiðir á svæðinu. Í öðru orðinu var sagt að á Arnarsmára 36 ætti að vera húsagata en í hinu var sagt að sú gata myndi nýtast sem tengibraut á milli Arnarsmára og Smárahvammsvegar til að létta á umferð um Arnarsmára. Það vita þeir sem að umferðarmálum vinna að slíkt gengur ekki!Það er óskiljanlegt að bæjaryfirvöldum skuli leyfast að leggja fram deiliskipulagstillögur um þéttingu núverandi byggðar án þess að gera grein fyrir því hvernig ýmis mál s.s. umferðar- og mengunarmál verði leyst þannig að núverandi íbúar geti við unað. Ég tel nauðsynlegt að skipulags- og byggingarlög og reglugerðir verði að kveða á um það að öll slík mál séu leyst áður en komið geti til álita að leggja deiliskipulagstillögur fram.Aðalskipulagið gildiVarnarlína íbúa í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar er að tryggja að núgildandi aðalskipulag svæðisins gildi. Án breytinga á því hafa bæjaryfirvöld ekki möguleika á að gera breytingar á deiliskipulagi svæðisins. Nónhæð er mjög verðmætt útivistarsvæði sem gæti tengt saman eða myndað eins konar grænan trefil sem næði frá vesturbæ Kópavogs um Nónhæð og Hnoðraholt upp að Vatnsenda. Eins og er virðist útivistarfólk ekki eiga annarra kosta völ en að fara um gatnamót Fífuhvammsvegar og Reykjanesbrautar. Þar er nú verið að hefja byggingu umferðarmannvirkja yfir Fífuhvammsveg og umferð þar mun aukast verulega í framtíðinni sem leiðir til þess að það verður lítt spennandi göngusvæði. ÍbúasamtökÍbúasamtök í Smárahverfi ofan Fífuhvammsvegar voru stofnuð þann 9. ágúst s.l. og er markmið þeirra að standa vörð um gildandi aðalskipulag svæðisins á Nónhæð með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Samtökin standa nú að söfnun undirskrifta til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á gildandi aðalskipulagi. Við hvetjum alla þá sem láta málið sig varða til að skrifa sig á listann sem síðan verður afhentur bæjarstjóra Kópavogs mánudaginn 20. ágúst n.k. Heimasíða samtakanna er: www.orion.is/non.Höfundur er formaður íbúasamtakanna Betri Nónhæð.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun