Söfnum góðum minningum 18. ágúst 2007 05:00 Menningarnótt í miðborginni er nokkurs konar uppskeruhátíð eftir gott og veðursælt sumar. Hún er orðinn sá viðburður sem fáir vilja missa af því hún er aldrei eins; alltaf ný og óvænt. Menningarnótt í miðborginni er orðinn langstærsti viðburður landsins og er farin að hafa aðdráttarafl langt út fyrir landssteinana. Reykjavíkurborg hefur átt afar gott samstarf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, bráðamóttöku LHS og björgunarsveitir um að hafa allan viðbúnað og þjónustu við gesti Menningarnætur sem besta. Enn og aftur hefur verið lögð sérstök áhersla á að huga að forvörnum og hafa Menningarnótt, ÍTR og Saman hópurinn lagst á eitt við að minna okkur foreldra á að sýna ábyrgð gagnvart börnunum og borginni okkar. Það er gott að minnast þess að foreldrar eru besta fyrirmyndin. En þrátt fyrir allan viðbúnað borgarinnar og öryggisaðila þá erum það við, þátttakendur hátíðarinnar, sem berum, þegar upp er staðið, ábyrgð á því að minningin okkar frá þessari Menningarnótt verði gleðileg. Galdurinn við Menningarnótt er að hún er sjálfsprottin. Hún hefur þróast frá því að vera tiltölulega hógvær miðborgargleði yfir í að verða stærsta og vinsælasta hátíð ársins. Þrátt fyrir stærðina og fjölda þátttakanda er ennþá bæði rými og áhugi fyrir hinu notalega og ljúfa. Þessi stemming er sérstaklega áberandi í dagskrá Menningarnætur í ár, vöfflukaffi, kósíhorn og hvíslileikur eru einmitt dæmi um slík atriði. Til að skapa þetta rými fyrir alla, jafnt stóra sem smáa, hefur dagskrársvæði hátíðarinnar stækkað - í allar áttir. Setningin er í Norræna húsinu, stórtónleikar Menningarnætur, Landsbankans og Rásar 2 á Miklatúni og flugeldasýning Orkuveitunnar úti á sundunum, en hjartað slær ennþá í miðborginni þar sem gestgjafar Menningarnætur bjóða okkur velkomin í tólfta sinn. Verkefnisstjórn Menningarnætur óskar borgarbúum til hamingju með daginn og vonar að gestir hátíðarinnar njóti viðburðanna og samvistanna. Sameinumst um að skapa góðar minningar á Menningarnótt.Höfundur er í verkefnisstjórn Menningarnætur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Menningarnótt í miðborginni er nokkurs konar uppskeruhátíð eftir gott og veðursælt sumar. Hún er orðinn sá viðburður sem fáir vilja missa af því hún er aldrei eins; alltaf ný og óvænt. Menningarnótt í miðborginni er orðinn langstærsti viðburður landsins og er farin að hafa aðdráttarafl langt út fyrir landssteinana. Reykjavíkurborg hefur átt afar gott samstarf við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, bráðamóttöku LHS og björgunarsveitir um að hafa allan viðbúnað og þjónustu við gesti Menningarnætur sem besta. Enn og aftur hefur verið lögð sérstök áhersla á að huga að forvörnum og hafa Menningarnótt, ÍTR og Saman hópurinn lagst á eitt við að minna okkur foreldra á að sýna ábyrgð gagnvart börnunum og borginni okkar. Það er gott að minnast þess að foreldrar eru besta fyrirmyndin. En þrátt fyrir allan viðbúnað borgarinnar og öryggisaðila þá erum það við, þátttakendur hátíðarinnar, sem berum, þegar upp er staðið, ábyrgð á því að minningin okkar frá þessari Menningarnótt verði gleðileg. Galdurinn við Menningarnótt er að hún er sjálfsprottin. Hún hefur þróast frá því að vera tiltölulega hógvær miðborgargleði yfir í að verða stærsta og vinsælasta hátíð ársins. Þrátt fyrir stærðina og fjölda þátttakanda er ennþá bæði rými og áhugi fyrir hinu notalega og ljúfa. Þessi stemming er sérstaklega áberandi í dagskrá Menningarnætur í ár, vöfflukaffi, kósíhorn og hvíslileikur eru einmitt dæmi um slík atriði. Til að skapa þetta rými fyrir alla, jafnt stóra sem smáa, hefur dagskrársvæði hátíðarinnar stækkað - í allar áttir. Setningin er í Norræna húsinu, stórtónleikar Menningarnætur, Landsbankans og Rásar 2 á Miklatúni og flugeldasýning Orkuveitunnar úti á sundunum, en hjartað slær ennþá í miðborginni þar sem gestgjafar Menningarnætur bjóða okkur velkomin í tólfta sinn. Verkefnisstjórn Menningarnætur óskar borgarbúum til hamingju með daginn og vonar að gestir hátíðarinnar njóti viðburðanna og samvistanna. Sameinumst um að skapa góðar minningar á Menningarnótt.Höfundur er í verkefnisstjórn Menningarnætur.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar