Tími almennings er kominn 1. ágúst 2007 05:00 Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun