Tími almennings er kominn 1. ágúst 2007 05:00 Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar breyttu skattkerfinu mikið á síðasta áratug. Fjármagnstekjuskatturinn lækkaði skattbyrði hátekjufólks stórlega en rýrnun skattleysismarka jók skattbyrði almennings, mest hjá þeim sem lægri tekjur höfðu. Samtímis voru barnabætur rýrðar og einnig vaxtabætur, sem skerti kjör barnafjölskyldna. Ég hef sýnt gögn um það hvernig þessar aðgerðir juku skattbyrði um 9 af hverjum 10 fjölskyldum og fyrrverandi ríkisskattstjóri, Indriði H. Þorláksson, hefur staðfest í nokkrum greinum að skattbyrði vegna tekjuskatts jókst ört. Ungir sjálfstæðismenn á sama máliUngir sjálfstæðismenn hafa tekið undir með okkur og t.d. nýlega bent á að skattbyrði almennings hafi hækkað mikið og sé nú meiri en nokkru sinni fyrr. Almenningur þarf að vinna sífellt fleiri daga fyrir hið opinbera, segja þeir. Árið 1994 voru dagarnir 141 en voru komnir upp í 171 árið 2006 (grein þeirra er á www.andriki.is). Aukna skattbyrðin nemur að jafnaði um 30 dögum, eða einum mánaðarlaunum, samkvæmt þeirra mælikvarða.Tekjuskattar fyrirtækja voru stórlækkaðir en vegna aukinna umsvifa og betri afkomu fyrirtækja jukust tekjur af þeirri skattheimtu, úr um 0,9% af landsframleiðslu 1995 í um 1,3% árið 2004, sem er þó afar lágt miðað við OECD-ríkin. Þar eru teknir mun meiri skattar af hagnaði fyrirtækja (um 3,4% af landsframleiðslu að jafnaði 2004).Á sama tíma hækkaði tekjuskattheimta af einstaklingum hér á landi úr um 10% af landsframleiðslu í tæp 15% um leið og tekjuskattheimta í OECD-ríkjunum samanlögðum lækkaði úr 9,9% af VLF í 9,1%. Flest OECD-ríkin voru að draga úr tekjuskattheimtu á þessum tíma. Írar lækkuðu t.d. tekjuskattheimtu úr um 10% í 8,2%. Þar hefur hagvöxtur og kaupmáttaraukning verið að minnsta kosti jafn mikil og hér. Hagsældarþróun leiðir því ekki sjálfkrafa til hærri tekjuskattbyrði, eins og haldið hefur verið fram hér landi. Sú mikla aukning á heildarskattbyrði sem varð á Íslandi lenti þannig að langmestu leyti á íslenskum fjölskyldum, öðrum en þeim tekjuhæstu.Jákvæðara hjá Geir HaardeEftir að Geir Haarde varð forsætisráðherra gætti jákvæðari viðhorfa í skatta- og kjaramálum almennings. Undir lok stjórnartíma Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks voru skattleysismörk hækkuð í 90.000 kr. á mánuði, barnabætur hækkaðar og kjör lífeyrisþega bætt. Betur þarf þó að gera og þyrftu skattleysismörk t.d. að fara yfir 140 þús. kr. á mánuði til að ná jafnstöðu við það sem var við upptöku staðgreiðslukerfisins 1988.Um leið og skattleysismörk væru hækkuð mættu þau hins vegar fjara út hjá fólki sem hefur hærri tekjur, til dæmis hjá þeim sem eru vel yfir meðaltekjum fjölskyldna, til að spara útgjöld ríkisins. Það myndi einnig vega upp á móti þeim miklu fríðindum sem fólk með hærri tekjur hefur af hinum lága fjármagnstekjuskatti.Með stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Geirs Haarde horfir nú betur fyrir almenning í landinu. Þar eru skýr loforð um kjarabætur með skattalækkunum og öðrum umbótum.Lofað er lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu, meðal annars með hækkun persónuafsláttar; endurskoðun á skattkerfi og almannatryggingum til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks; bættum hag barnafjölskyldna; betri stöðu aldraðra og öryrkja og að dregið verði úr tekjutengingum og skerðingum bóta í almannatryggingum.Það er því rík ástæða til að ætla að nú sé tími almennings kominn og skattkjör þeirra sem áður fengu á sig aukna skattbyrði verði leiðrétt til betri vegar.Ef ríkisstjórnin stendur myndarlega við ofangreind loforð verður bætt fyrir það sem misfórst á síðasta áratug. Það væri bæði skynsamlegt og réttlátt.Höfundur er prófessor.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar