Étur þorskur laxaseiði? 4. ágúst 2007 04:30 Þetta er skrifað fimmtudaginn 19. júlí 2007 þegar vikuleg laxasíða birtist í sjónvarpinu. Textavarpið segir okkur á síðu 355 að enn sem komið er sé veiðin á laxi í mörgum laxveiðiám aðeins brot af því sem hún var í fyrra og verri en allt sem menn hafa séð áður eða lengi. Samt geta göngur komið enn í sumar, sérstaklega ef rignir. Enn er von á laxi. Við lifum í voninni. Laxinn kemur. Margir hafa spurt greinarhöfund um orsakir á þessu ástandi og fer hluti skýringa hans hér á eftir, en þær eru getgátur. Laxaseiði fóru eðlilega til sjávar í fyrra vorið 2006 en þá mætti þeim aldrei þessu vant svangur þorskur í verulegu magni sem flúið hafði inn að ströndinn í leit að æti. Öll fyrri loðna er horfin vegna ofveiði og sjórinn dauður eins og skortur á sandsíli bendir til. Kríuvarp er víða lélegt vegna skorts á æti og lítið er af lunda í Vestmannaeyjum. Ungana vantar sandsíli þriðja árið í röð. Komast ekki upp vegna ætisskorts. Deyja úr hungri. Upp í hugann kemur frásögn af Noregi, þó nokkurra ára gömul. Þar safnaðist þorskur í torfur þar sem laxaseiðum var sleppt í sjó og hreinsaði þorskurinn þau upp. Svo mætti hann á réttum tíma næsta ár til að éta aftur laxaseiði. Þorskurinn hefur sitt vit. Lætin í togurunum eru stórum miklu meiri á miðunum en áður. Minna er um þorsk og þess vegna þurfa togararnir að hamast og hamast með trollið út um allan sjó til að fá sama afla og áður. Þeir æra þorskinn með hávaða og trollinu og hann flykkist upp í harða land til að sleppa. Þar eru laxaseiðin að ganga út úr ánum á vorin og halda sig oft nærri landi fram eftir sumri. Það sýna rannsóknir. Þarna kemst þorskurinn í æti og étur laxaseiði glorhungraður. Menn undrast það að tveggja ára lax er nánast horfinn. Hafa enga skýringu. Greinarhöfundur telur þetta stafa af veiðum á loðnu. Það er samhengi á milli mikilla loðnuveiða síðustu ár og minna og minna af tveggja ára laxi. Um leið og loðnuveiðar fóru að aukast verulega og stærri og stærri loðnunætur hreinsuðu loðnuna þá hrundi veiði á tveggja ára laxi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Þetta er skrifað fimmtudaginn 19. júlí 2007 þegar vikuleg laxasíða birtist í sjónvarpinu. Textavarpið segir okkur á síðu 355 að enn sem komið er sé veiðin á laxi í mörgum laxveiðiám aðeins brot af því sem hún var í fyrra og verri en allt sem menn hafa séð áður eða lengi. Samt geta göngur komið enn í sumar, sérstaklega ef rignir. Enn er von á laxi. Við lifum í voninni. Laxinn kemur. Margir hafa spurt greinarhöfund um orsakir á þessu ástandi og fer hluti skýringa hans hér á eftir, en þær eru getgátur. Laxaseiði fóru eðlilega til sjávar í fyrra vorið 2006 en þá mætti þeim aldrei þessu vant svangur þorskur í verulegu magni sem flúið hafði inn að ströndinn í leit að æti. Öll fyrri loðna er horfin vegna ofveiði og sjórinn dauður eins og skortur á sandsíli bendir til. Kríuvarp er víða lélegt vegna skorts á æti og lítið er af lunda í Vestmannaeyjum. Ungana vantar sandsíli þriðja árið í röð. Komast ekki upp vegna ætisskorts. Deyja úr hungri. Upp í hugann kemur frásögn af Noregi, þó nokkurra ára gömul. Þar safnaðist þorskur í torfur þar sem laxaseiðum var sleppt í sjó og hreinsaði þorskurinn þau upp. Svo mætti hann á réttum tíma næsta ár til að éta aftur laxaseiði. Þorskurinn hefur sitt vit. Lætin í togurunum eru stórum miklu meiri á miðunum en áður. Minna er um þorsk og þess vegna þurfa togararnir að hamast og hamast með trollið út um allan sjó til að fá sama afla og áður. Þeir æra þorskinn með hávaða og trollinu og hann flykkist upp í harða land til að sleppa. Þar eru laxaseiðin að ganga út úr ánum á vorin og halda sig oft nærri landi fram eftir sumri. Það sýna rannsóknir. Þarna kemst þorskurinn í æti og étur laxaseiði glorhungraður. Menn undrast það að tveggja ára lax er nánast horfinn. Hafa enga skýringu. Greinarhöfundur telur þetta stafa af veiðum á loðnu. Það er samhengi á milli mikilla loðnuveiða síðustu ár og minna og minna af tveggja ára laxi. Um leið og loðnuveiðar fóru að aukast verulega og stærri og stærri loðnunætur hreinsuðu loðnuna þá hrundi veiði á tveggja ára laxi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar