Óskiljanlegt langlundargeð Eiður Guðnason skrifar 23. júlí 2007 08:00 Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar