Óskiljanlegt langlundargeð Eiður Guðnason skrifar 23. júlí 2007 08:00 Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir fáeinum dögum las ég í Fréttablaðinu, að núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur stefndi ekki að millilandaflugi um Reykjavíkurflugvöll. Þetta kom mér spánskt fyrir sjónir. Í fyrsta lagi var mér ekki ljóst, að borgarstjórn Reykjavíkur réði því hvert væri flogið frá Reykjavík. Í öðru lagi þá er rekið millilandaflug frá Reykjavíkurflugvelli og hefur verið lengi. Þaðan er flogið bæði til Færeyja og Grænlands. Þaðan fljúga líka næstum daglega einkaþotur í eigu íslenskra aðila til annarra landa. Hitt er svo annað mál, að aðstaðan fyrir innanlandsflug og millilandaflug á Reykjavíkurflugvelli hefur verið til háborinnar skammar í áratugi. Þar er líklega bæði við ríki og Reykjavíkurborg að sakast. Langlundargeð okkar í sumum greinum er nánast óskiljanlegt.Aðstaða fyrir neðan allar hellurUppistaðan í þeim byggingum ,sem flugafgreiðslan er í, er herskáli frá fyrstu árum seinni heimsstyrjaldar. Klastrað hefur verið skúrum við þennan skála í næstum allar áttir í áranna rás.Sú aðstaða, sem farþegum, er boðið upp á þarna suður við Skerjafjörð er fyrir neðan allar hellur. Sama gildir um aðstöðu þess fólks sem þarna starfar.Ítrekað verða seinkanir á flugi til Færeyja frá Reykjavík vegna þess hve aðstæður allar eru slæmar í þessar svokölluðu flugstöð Reykvíkinga. Samtímis er ekki hægt að afgreiða bæði þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fara til útlanda. Ekki er langt síðan biðröð var út á götu við innritun í Færeyjaflugið. Þá bjargaði blíðviðrið miklu. Aðstaða til vopnaleitar á farþegum og í farangri þeirra eins og nú er krafist, er sömuleiðis óviðunandi. Ég skil reyndar ekki af hverju aðeins er leitað á farþegum sem fara til útlanda, en ekki þeim sem fljúga frá Reykjavík til annarra staða innanlands. Kannski er það vegna þess að hreinlega er ekki hægt að koma því við vegna plássleysis.Þegar vélar Atlantic Airways koma frá Færeyjum með hátt í hundrað farþega með hundrað ferðatöskur, þá er færibandið sem skilar töskunum inn í biðrýmið (sem er eins og sæmilega stór stofa) líklega einir sex metrar að lengd. Við enda þess hrúgast töskurnar upp og velta svo út á gólfið. Stundum stíflast allt.Flugvellir á landsbyggðinni eru betur búnirFlugvellirnir á Akureyri og Egilsstöðum eru langtum betur búnir til að sinna millilandaflugi en flugvöllur höfuðborgarinnar. Þingmenn þeirra kjördæma hafa átt sinn þátt í að sjá um það.Á flugvellinum í Vágum í Færeyjum er prýðileg aðstaða.Flugstöðin þar hefur ekki verið dýr bygging. En hún er Færeyingum til sóma. Nú er talað um að stækka hana. Færeyingar hafa tekið rekstur flugvallarins í sínar hendur og það mun ekki vefjast fyrir þeim að stækka flugstöðina sína.En það vefst endalaust fyrir okkur Íslendingum að koma upp mannsæmandi og boðlegri aðstöðu fyrir ferðafólk á Reykjavíkurflugvelli.Hólmsheiði og sker úti í sjó eru út úr kúEkki finnst mér trúlegt, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður. Kannski verður hann minnkaður. En það vekur mér ævarandi undrun að talað skuli um í alvöru að gera nýjan flugvöll á Hólmsheiði og verja til þess milljörðum af skattfé borgaranna. Frá Hólmsheiði eru ekki nema örfáir tugir kílómetra að einum besta og fullkomnasta flugvelli við Norður-Atlantshaf, Keflavíkurflugvelli.Umræðan um nýjan flugvöll á Hólmsheiði, eða á skerjum úti í sjó, er út úr kú.Höfundur er aðalræðismaður Íslands í Færeyjum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun