Ráðherra stóreykur hættuna 11. júlí 2007 07:30 Í tilkynningu sem Neytendastofa birti síðastliðin vetur stóð m.a.: „Neytendastofa benti utanríkisráðuneytinu á síðasta ári á að raforkukerfi, raflagnir og rafbúnaður á varnarsvæðinu væru ekki í samræmi við íslensk lög og reglur á rafmagnssviði. Í framhaldi af því var haldinn sameiginlegur fundur með Þróunarfélaginu, utanríkisráðuneytinu og Neytendastofu. Í úttekt Neytendastofu á raflögnum og rafbúnaði svæðisins kom í ljós að rafmagnskerfi á svæðinu uppfyllir ekki íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði. Rafföng, s.s. rofar og tenglar, kælar/frystar, heimilistæki o.þ.h. uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna öryggiskrafna á EES-svæðinu, þ.m.t. á Íslandi og öll sala, leiga eða önnur afhending þeirra því óheimil. Stofnunin telur því ekki ásættanlegt að húseignir á svæðinu verði teknar í notkun fyrr en raflagnir þeirra, þ.m.t. rafmagnstöflur og annar rafbúnaður, hafa verið færðar til samræmis við íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði." Það er óheimilt að veita undanþágur frá þessum reglum og eru bráðabirgðalög viðskiptaráðherra ómerk að mati Rafiðnaðarsambands Íslands. Lögfræðingar þess munu kanna það. Það er verið að spila með öryggi hinna ungu fjölskyldna. Þróunarfélagið skapaði ástandið vísvitandi með því að auglýsa og kynna íbúðirnar með ólöglegum rafbúnaði. Það er ekki nóg að setja lekaliða á hluta rafkerfisins, heldur þarf að skipta um allar töflur, raflagnir og öll raftæki. Ráðherra hefur aukið slysahættuna verulega með því að láta bæði kerfin starfa samtímis. Fyrirsláttur viðskiptaráðherra um að hann hafi ráðið sérfræðing sem hafi starfað í liðlega 30 ár á Keflavíkurflugvelli til þess að setja upp lekaliða stenst ekki, hann þekkir líklega takmarkað núverandi reglugerðir og þann rafbúnað sem í gildi er hér á landi. Vitanlega hefði verið eðlilegra að ráða fagstofur sem starfa í núverandi umhverfi að setja upp áætlun fyrir ári síðan hvernig standa ætti að endurnýjun íbúðanna og taka þær síðan í notkun. Nú þarf fólkið að flytja út á meðan verið er að laga rafkerfin. Viðskiptaráðherra setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hans hlutverk er að sjá til þess að farið sé að þeim reglum sem í gildi eru. Ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilja tiltekna gæðinga og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og stórhættuleg. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilkynningu sem Neytendastofa birti síðastliðin vetur stóð m.a.: „Neytendastofa benti utanríkisráðuneytinu á síðasta ári á að raforkukerfi, raflagnir og rafbúnaður á varnarsvæðinu væru ekki í samræmi við íslensk lög og reglur á rafmagnssviði. Í framhaldi af því var haldinn sameiginlegur fundur með Þróunarfélaginu, utanríkisráðuneytinu og Neytendastofu. Í úttekt Neytendastofu á raflögnum og rafbúnaði svæðisins kom í ljós að rafmagnskerfi á svæðinu uppfyllir ekki íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði. Rafföng, s.s. rofar og tenglar, kælar/frystar, heimilistæki o.þ.h. uppfylla ekki kröfur sem gerðar eru vegna öryggiskrafna á EES-svæðinu, þ.m.t. á Íslandi og öll sala, leiga eða önnur afhending þeirra því óheimil. Stofnunin telur því ekki ásættanlegt að húseignir á svæðinu verði teknar í notkun fyrr en raflagnir þeirra, þ.m.t. rafmagnstöflur og annar rafbúnaður, hafa verið færðar til samræmis við íslenskar reglur á rafmagnsöryggissviði." Það er óheimilt að veita undanþágur frá þessum reglum og eru bráðabirgðalög viðskiptaráðherra ómerk að mati Rafiðnaðarsambands Íslands. Lögfræðingar þess munu kanna það. Það er verið að spila með öryggi hinna ungu fjölskyldna. Þróunarfélagið skapaði ástandið vísvitandi með því að auglýsa og kynna íbúðirnar með ólöglegum rafbúnaði. Það er ekki nóg að setja lekaliða á hluta rafkerfisins, heldur þarf að skipta um allar töflur, raflagnir og öll raftæki. Ráðherra hefur aukið slysahættuna verulega með því að láta bæði kerfin starfa samtímis. Fyrirsláttur viðskiptaráðherra um að hann hafi ráðið sérfræðing sem hafi starfað í liðlega 30 ár á Keflavíkurflugvelli til þess að setja upp lekaliða stenst ekki, hann þekkir líklega takmarkað núverandi reglugerðir og þann rafbúnað sem í gildi er hér á landi. Vitanlega hefði verið eðlilegra að ráða fagstofur sem starfa í núverandi umhverfi að setja upp áætlun fyrir ári síðan hvernig standa ætti að endurnýjun íbúðanna og taka þær síðan í notkun. Nú þarf fólkið að flytja út á meðan verið er að laga rafkerfin. Viðskiptaráðherra setur viðskiptahagsmuni ofar öryggi hinna 350 fjölskyldna. Hans hlutverk er að sjá til þess að farið sé að þeim reglum sem í gildi eru. Ráðherra getur ekki sett bráðabirgðalög sem undanskilja tiltekna gæðinga og tiltekin hús frá gildandi rafmagns- og byggingareglugerðum. Vinnubrögð viðskiptaráðherra eru ófagleg og stórhættuleg. Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar