Hvað er til ráða? 2. júlí 2007 08:00 Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun