Bláir skuggar í Hafnarborg 28. júní 2007 06:30 Heimkynni eftir Kjell Nupen. Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum. Ferðalagið á þessu úrvali af verkum úr eigu safna og safnara eftir Kjell stafar af áhuga listamannsins og margra annarra í norrænum myndlistarheimi að tengsl séu efld milli landanna með myndarlegum hætti. Kjell Nupen hefur verið áberandi í norsku myndlistarlífi um árabil. Hann er á svipuðu reki og margir þeir málarar norrænir sem þessa dagana eru í hvað mestum gangi: Hann fæddist 1955, var kornungur er hann lagði á braut myndlistarinnar. Hann stundaði nám, í upphafi fyrir mistök í Statens Kunstakademi í Osló og framhaldsnám á þeim hræringarmiklu tímum skömmu eftir 1968 í akademíunni í Dusseldorf þar sem Gerhard Richter, einn virtasti málari Þýskalands, var aðalkennari hans. Joseph Beuys réði ríkjum í akademíunni í raun þó hann væri hættur þar vegna ágreinings við yfirvöld um stefnu. Þetta var í þann tíma sem Beuys kallaði Dieter Roth til starfa í Dusseldorf þótt ekki yrði úr. Tímabilið var síðar kallað blýárin. Andinn í samfélaginu einkenndist af einstefnu andófs og andstöðu með harkalegu pólitísku þvargi og hermdarverkum hópa á borð við Baader Meinhof. Þegar fyrir Þýskalandsdvölina var Nupen búinn að ákvarða að málverkið væri sinn miðill þó hann tæki af fullum krafti þátt í hinni miklu grafík-sprengju sem hófst í Evrópu upp úr 1960 og hafði ekki aðeins pólitískt inntak í vali á myndefnum heldur líka það erindi að koma ódýrari myndlist á framfæri við almenning. Hann hefur æ síðan unnið í grafík, en málverkið er hans helsti miðill þó hann hafi víða komið við: leirmunir, skúlptúrar og gler og grjót eru honum einnig töm efni. Hann var verðlaunaður fyrir grafíkverk sín á messunni í Baaden Baaden 1982. Kjell og kona hans, óperusöngkonan Aino Ilkama, sneru aftur til heimabæjar hans, Kristjánssands, 1978 til fastrar búsetu. Áttundi áratugurinn var honum drjúgur til ferða: Feneyjar, suðurhluti Bandaríkjanna með sínum sterka litaheimi, Miðjarðarhaf á skútu: heim sneri hann með enn sterkari litarvitund og myndheim sem var laus úr viðjum samfélagslegra átaka. Verkin á sýningunni í Hafnarborg eru á fimmta tuginn og spanna tímabilið frá ferðaárunum til dagsins í dag. Í Kristjánssandi sá Kjell Nupen ungur sýningu á verkum Edwards Munch og þau kölluðu hann til myndlistarinnar. Í mörgum verka hans verður endurminning frá Munch enda áleitin. Dökkir fletir í margbreytilegu ljósbroti hins norræna rökkurs umlykja sterkan bláan lit sem verður í málun hans áþreifanlegt kvöldhúm. Myndheimur Nupen stendur undarlega nálægt íslensku sinni: áhugamenn um myndlist og þá einkum tilveru málverksins geta því glaðst að hann skuli loksins drepa hér niður og kynna feril sinn í verkunum fimmtíu. Sýningin er opnuð í dag og stendur til 5. ágúst. Aðgangur á sýningar í Hafnarborg er fjáls öllum í boði Glitnis. Þar er til sölu vegleg bók um feril listamannsins skreytt fjölda mynda. Hún er gefin út í samprenti á íslensku, dönsku og norsku og lýtur ritstjórn Dagmar Warming og er gefin út í samstarfi við helsta gallerí Nupen, Galleri NB í Víborg. Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Norski málarinn Kjell Nupen opnar sýningu á málverkum og grafíkverkum í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag. Sýningin er farandsýning sem hefur göngu sína hér en fer síðan til þriggja annarra safna: Safnsins á Haugum í Vestfold í Noregi, Safns trúarlegrar listar og Kastrupgaard-safnsins í Danmörku. Ferðalagið er styrkt af norska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og Norræna menningarsjóðnum. Ferðalagið á þessu úrvali af verkum úr eigu safna og safnara eftir Kjell stafar af áhuga listamannsins og margra annarra í norrænum myndlistarheimi að tengsl séu efld milli landanna með myndarlegum hætti. Kjell Nupen hefur verið áberandi í norsku myndlistarlífi um árabil. Hann er á svipuðu reki og margir þeir málarar norrænir sem þessa dagana eru í hvað mestum gangi: Hann fæddist 1955, var kornungur er hann lagði á braut myndlistarinnar. Hann stundaði nám, í upphafi fyrir mistök í Statens Kunstakademi í Osló og framhaldsnám á þeim hræringarmiklu tímum skömmu eftir 1968 í akademíunni í Dusseldorf þar sem Gerhard Richter, einn virtasti málari Þýskalands, var aðalkennari hans. Joseph Beuys réði ríkjum í akademíunni í raun þó hann væri hættur þar vegna ágreinings við yfirvöld um stefnu. Þetta var í þann tíma sem Beuys kallaði Dieter Roth til starfa í Dusseldorf þótt ekki yrði úr. Tímabilið var síðar kallað blýárin. Andinn í samfélaginu einkenndist af einstefnu andófs og andstöðu með harkalegu pólitísku þvargi og hermdarverkum hópa á borð við Baader Meinhof. Þegar fyrir Þýskalandsdvölina var Nupen búinn að ákvarða að málverkið væri sinn miðill þó hann tæki af fullum krafti þátt í hinni miklu grafík-sprengju sem hófst í Evrópu upp úr 1960 og hafði ekki aðeins pólitískt inntak í vali á myndefnum heldur líka það erindi að koma ódýrari myndlist á framfæri við almenning. Hann hefur æ síðan unnið í grafík, en málverkið er hans helsti miðill þó hann hafi víða komið við: leirmunir, skúlptúrar og gler og grjót eru honum einnig töm efni. Hann var verðlaunaður fyrir grafíkverk sín á messunni í Baaden Baaden 1982. Kjell og kona hans, óperusöngkonan Aino Ilkama, sneru aftur til heimabæjar hans, Kristjánssands, 1978 til fastrar búsetu. Áttundi áratugurinn var honum drjúgur til ferða: Feneyjar, suðurhluti Bandaríkjanna með sínum sterka litaheimi, Miðjarðarhaf á skútu: heim sneri hann með enn sterkari litarvitund og myndheim sem var laus úr viðjum samfélagslegra átaka. Verkin á sýningunni í Hafnarborg eru á fimmta tuginn og spanna tímabilið frá ferðaárunum til dagsins í dag. Í Kristjánssandi sá Kjell Nupen ungur sýningu á verkum Edwards Munch og þau kölluðu hann til myndlistarinnar. Í mörgum verka hans verður endurminning frá Munch enda áleitin. Dökkir fletir í margbreytilegu ljósbroti hins norræna rökkurs umlykja sterkan bláan lit sem verður í málun hans áþreifanlegt kvöldhúm. Myndheimur Nupen stendur undarlega nálægt íslensku sinni: áhugamenn um myndlist og þá einkum tilveru málverksins geta því glaðst að hann skuli loksins drepa hér niður og kynna feril sinn í verkunum fimmtíu. Sýningin er opnuð í dag og stendur til 5. ágúst. Aðgangur á sýningar í Hafnarborg er fjáls öllum í boði Glitnis. Þar er til sölu vegleg bók um feril listamannsins skreytt fjölda mynda. Hún er gefin út í samprenti á íslensku, dönsku og norsku og lýtur ritstjórn Dagmar Warming og er gefin út í samstarfi við helsta gallerí Nupen, Galleri NB í Víborg.
Mest lesið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira