Ósamrýmanleg markmið 22. júní 2007 03:00 Í ljósi síbreytilegra lífshátta mannsins, aukinnar tækni og getu hafa kröfur efnahagslífsins til náttúrunnar stöðugt verið að breytast. Stjórn náttúruauðlinda er flókið og umfangsmikið verkefni. Markmiðin geta verið mismunandi – allt frá friðun til hámarksnýtingar. Núverandi stjórnkerfi fiskveiða hlýtur því að koma til gagngerar endurskoðunar í ljósi niðurstaðna Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorskstofnsins. Árangur stjórnunarinnar er í engu samræmi við markmiðin. Það er siðferðileg og lagaleg skylda að leita allra leiða til að ná árangri við stjórn náttúruauðlinda – fyrir okkur sjálf, náttúruna og komandi kynslóðir. Ef núverandi stjórnkerfi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt verðum við að vera tilbúin til þess að skoða nýjar leiðir. Annað væri ábyrgðarlaust. Auðlindir sjávarAuðlindir sjávar hafa lengi verið hornsteinn efnahagslífsins – einkanlega á landsbyggðinni. Markmið laga um stjórn fiskveiða kveða á um nauðsyn verndar og hagkvæmrar nýtingar fiskistofnanna auk traustrar atvinnu og byggðar í landinu. Undanfarin misseri hefur megináherslan verið lögð á hagkvæmni og skilvirkni. Aflaheimildir hafa því færst á færri hendur, sótt hefur verið á færri skipum og tæknin leyst mannshöndina af hólmi. Sjávarbyggðir hafa borið hitann og þungann af hagræðingunni. Afleiðingin er öllum ljós: Störfum fækkað svo þúsundum skiptir, fjárfestingar dregist saman, sveitarfélög tapað tekjum, fasteignaverð lækkað og fólki fækkað – svo einfalt er það. Af þessu verður ráðið að miklar eignatilfærslur hafa átt sér stað frá landsbyggðinni. Á sama tíma hefur eftirlitsiðnaður byggst upp á höfuðborgarsvæðinu. Það getur aldrei verið sanngjarnt að einungis einn hópur landsmanna, íbúar sjávarbyggða, taki á sig allar byrðarnar vegna upptöku kerfis í sjávarútvegi sem ætlað var að þjóna heildinni. Hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi, en markmiðið um blómlegar byggðir, trausta atvinnu og eflingu fiskistofna hefur ekki náðst. Stjórnvöld standa því nú frammi fyrir stórum og erfiðum spurningum varðandi stjórn fiskveiða og framtíðarskipulags sjávarútvegsins. Ein þeirra spurninga er hvort núverandi markmið með stjórn fiskveiða eru samrýmanleg. Það er augljóst, ef ná á hámarkshagræðingu og skilvirkni í greininni að störfum í sjávarbyggðunum mun fækka, nema önnur atvinnutækifæri komi til. Hér verður þó að hafa í huga að þessar byggðir hafa sérhæft sig í sjávarútvegi. Það er styrkleiki þeirra en um leið veikleiki þegar horft er til nýrra atvinnutækifæra og frekari uppbyggingar. Það er markmið núverandi ríkisstjórnar að ráðast í átak í samgöngu-, mennta- og fjarskiptamálum. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið stígi skref í þá átt að létta byrðum af sjávarbyggðum vegna félagslega íbúðakerfisins auk þess sem auðlindagjaldið hlýtur í auknum mæli að renna til sjávarbyggða, ella væri aðeins um áframhaldandi eignaupptöku á landsbyggðinni að ræða. Þá hefur verið rætt um að færa opinber störf út á landsbyggðina. Allt þetta styrkir byggðirnar og veitir þeim ný tækifæri.Hvert skal stefna?En duga þessi úrræði til að sporna gegn þróun undanfarinna ára? Svarið við spurningunni, þegar horft er til lengri tíma, er ekki augljóst en það mun taka tíma að byggja upp atvinnulíf sem skapar störf á móti þeim sem hafa glatast og styrkja grunngerð þessara samfélaga. Sé horft til skemmri tíma er svarið augljóslega nei. Ef horfið verður frá stefnu arðsemis, hagræðingar og skilvirkni í greininni hljóta menn að spyrja: Hverskonar atvinnuvegur verður sjávarútvegur í framtíðinni? Verður hann samkeppnishæfur á alþjóðamörkuðum? Á hann að verða styrktur atvinnuvegur í þágu landsbyggðarinnar? Á að hverfa aftur til þess horfs sem var fyrir upptöku kvótakerfisins? Á að halda áfram á þeirri leið sem við höfum verið undanfarin ár eða á að kúvenda í nafni neikvæðra félagslegra-, atvinnu- og umhverfisáhrifa núverandi skipulags. Það er afar mikilvægt að fram fari ítarleg umræða um framtíð sjávarútvegsins á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja vinnu við rannsókn á áhrifum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis á sjávarbyggðir í landinu. Sú vinna getur ekki beðið – í hana verður að ráðast strax því engan tíma má missa. Þetta er löngu tímabær umræða því inn í hana munu spinnast sjónarmið um það hvernig við viljum sjá Ísland byggt til framtíðar og hvað við erum tilbúin til að leggja á okkur fyrir þá sýn. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í ljósi síbreytilegra lífshátta mannsins, aukinnar tækni og getu hafa kröfur efnahagslífsins til náttúrunnar stöðugt verið að breytast. Stjórn náttúruauðlinda er flókið og umfangsmikið verkefni. Markmiðin geta verið mismunandi – allt frá friðun til hámarksnýtingar. Núverandi stjórnkerfi fiskveiða hlýtur því að koma til gagngerar endurskoðunar í ljósi niðurstaðna Hafrannsóknastofnunar um stöðu þorskstofnsins. Árangur stjórnunarinnar er í engu samræmi við markmiðin. Það er siðferðileg og lagaleg skylda að leita allra leiða til að ná árangri við stjórn náttúruauðlinda – fyrir okkur sjálf, náttúruna og komandi kynslóðir. Ef núverandi stjórnkerfi skilar ekki þeim árangri sem að er stefnt verðum við að vera tilbúin til þess að skoða nýjar leiðir. Annað væri ábyrgðarlaust. Auðlindir sjávarAuðlindir sjávar hafa lengi verið hornsteinn efnahagslífsins – einkanlega á landsbyggðinni. Markmið laga um stjórn fiskveiða kveða á um nauðsyn verndar og hagkvæmrar nýtingar fiskistofnanna auk traustrar atvinnu og byggðar í landinu. Undanfarin misseri hefur megináherslan verið lögð á hagkvæmni og skilvirkni. Aflaheimildir hafa því færst á færri hendur, sótt hefur verið á færri skipum og tæknin leyst mannshöndina af hólmi. Sjávarbyggðir hafa borið hitann og þungann af hagræðingunni. Afleiðingin er öllum ljós: Störfum fækkað svo þúsundum skiptir, fjárfestingar dregist saman, sveitarfélög tapað tekjum, fasteignaverð lækkað og fólki fækkað – svo einfalt er það. Af þessu verður ráðið að miklar eignatilfærslur hafa átt sér stað frá landsbyggðinni. Á sama tíma hefur eftirlitsiðnaður byggst upp á höfuðborgarsvæðinu. Það getur aldrei verið sanngjarnt að einungis einn hópur landsmanna, íbúar sjávarbyggða, taki á sig allar byrðarnar vegna upptöku kerfis í sjávarútvegi sem ætlað var að þjóna heildinni. Hagræðing hefur orðið í sjávarútvegi, en markmiðið um blómlegar byggðir, trausta atvinnu og eflingu fiskistofna hefur ekki náðst. Stjórnvöld standa því nú frammi fyrir stórum og erfiðum spurningum varðandi stjórn fiskveiða og framtíðarskipulags sjávarútvegsins. Ein þeirra spurninga er hvort núverandi markmið með stjórn fiskveiða eru samrýmanleg. Það er augljóst, ef ná á hámarkshagræðingu og skilvirkni í greininni að störfum í sjávarbyggðunum mun fækka, nema önnur atvinnutækifæri komi til. Hér verður þó að hafa í huga að þessar byggðir hafa sérhæft sig í sjávarútvegi. Það er styrkleiki þeirra en um leið veikleiki þegar horft er til nýrra atvinnutækifæra og frekari uppbyggingar. Það er markmið núverandi ríkisstjórnar að ráðast í átak í samgöngu-, mennta- og fjarskiptamálum. Það er líka eðlilegt að ríkisvaldið stígi skref í þá átt að létta byrðum af sjávarbyggðum vegna félagslega íbúðakerfisins auk þess sem auðlindagjaldið hlýtur í auknum mæli að renna til sjávarbyggða, ella væri aðeins um áframhaldandi eignaupptöku á landsbyggðinni að ræða. Þá hefur verið rætt um að færa opinber störf út á landsbyggðina. Allt þetta styrkir byggðirnar og veitir þeim ný tækifæri.Hvert skal stefna?En duga þessi úrræði til að sporna gegn þróun undanfarinna ára? Svarið við spurningunni, þegar horft er til lengri tíma, er ekki augljóst en það mun taka tíma að byggja upp atvinnulíf sem skapar störf á móti þeim sem hafa glatast og styrkja grunngerð þessara samfélaga. Sé horft til skemmri tíma er svarið augljóslega nei. Ef horfið verður frá stefnu arðsemis, hagræðingar og skilvirkni í greininni hljóta menn að spyrja: Hverskonar atvinnuvegur verður sjávarútvegur í framtíðinni? Verður hann samkeppnishæfur á alþjóðamörkuðum? Á hann að verða styrktur atvinnuvegur í þágu landsbyggðarinnar? Á að hverfa aftur til þess horfs sem var fyrir upptöku kvótakerfisins? Á að halda áfram á þeirri leið sem við höfum verið undanfarin ár eða á að kúvenda í nafni neikvæðra félagslegra-, atvinnu- og umhverfisáhrifa núverandi skipulags. Það er afar mikilvægt að fram fari ítarleg umræða um framtíð sjávarútvegsins á næstu misserum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja vinnu við rannsókn á áhrifum núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis á sjávarbyggðir í landinu. Sú vinna getur ekki beðið – í hana verður að ráðast strax því engan tíma má missa. Þetta er löngu tímabær umræða því inn í hana munu spinnast sjónarmið um það hvernig við viljum sjá Ísland byggt til framtíðar og hvað við erum tilbúin til að leggja á okkur fyrir þá sýn. Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun