Skólagjöld draga ekki úr brottfalli 21. júní 2007 04:00 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um háskólastigið hér á landi hefur vakið töluverða athygli. Margt merkilegt kemur fram í skýrslunni, t.d. er enn og aftur staðfest að Háskóli Íslands stendur gríðarlega vel miðað við það takmarkaða fjármagn sem skólinn hefur til umráða. Í skýrslunni er einnig viðamikill samanburður á fjórum háskólum hérlendis og slíkur samanburður hefur ekki verið gerður áður. Háskóli Íslands kemur áberandi best út úr þeim samanburði og hlýtur hæstu einkunn í 9 af þeim 11 þáttum sem kannaðir voru. Þó er sett út á hátt brottfall nemenda úr Háskóla Íslands og viðhorf nemenda í viðskiptafræði til skólans er einnig verst þar. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins, miðvikudaginn 13. júní, sagði Sigurður Kári Kristjánsson, formaður menntamálanefndar Alþingis, að augljóst væri að skólagjöld drægju úr brottfalli nemenda. Því þyrftu stjórnvöld að íhuga að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands og ennfremur hvatti hann stjórnendur skólans til þess að íhuga möguleikann. Ríkisendurskoðun bendir vissulega á í skýrslunni að stjórnvöld og stjórnendur Háskóla Íslands eigi að leita leiða til þess að draga úr brottfalli, en upptaka skólagjalda er ekki nefnd í því samhengi. Ríkisendurskoðun bendir á að eðlilegt sé að brottfall sé minna í þeim skólum sem velja nemendur úr hópi umsækjenda en Háskóli Íslands veitir öllum þeim sem sækja um aðgang. Ríkisendurskoðun bendir einnig á að skýringar fyrir háu brottfallshlutfalli í HÍ megi rekja til þess að á fyrstu önnum námsins séu gerðar ríkar kröfur til nemenda. Nemendur í viðskiptafræði þurfi til að mynda að fá 6,5 í tilteknum kúrsum og lágmarkseinkunn í lögfræði sé 6 í öllum námskeiðum. Stúdentaráð Háskóla Íslands leggst eindregið gegn skólagjöldum við Háskóla Íslands og hefur margsinnis lýst þeirri skoðun sinni opinberlega. Skólagjöld skerða jafnrétti til náms gríðarlega og afleiðingarnar myndu verða þær að færri sæktu sér háskólamenntun. Nýlega óskaði Stúdentaráð eftir skýrum svörum frá stjórnvöldum um það hvort til stæði að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands en enn hafa engin efnisleg svör borist. Ef vilji er fyrir því að draga úr brottfalli við Háskóla Íslands eru fjölmargar leiðir færar. Ríkisendurskoðun bendir á leiðir eins og að herða inntökuskilyrði, en Stúdentaráð Háskóla Íslands telur að slíkar takmarkanir geti skert jafnrétti til náms og því beri að leita annarra leiða. Bæta þarf aðbúnað nemenda, og það stendur raunar til þar sem Háskólatorg verður tekið í notkun þann 1. desember. Einnig kemur til greina að breyta kennsluháttum t.d. þannig að nemendur séu í betri tengslum við kennara sína og samnemendur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfull markmið fyrir næstu ár og margar af þeim aðgerðum sem eru á næsta leiti munu vafalítið draga úr brottfalli. Í stað þess að hóta upptöku skólagjalda ættu stjórnvöld að gleðjast yfir þeim góða árangri sem Háskóli Íslands hefur náð þrátt fyrir takmörkuð fjárráð og styðja skólann áfram í uppbyggingu sinni. Höfundur er formaður Stúdentaráðs Íslands.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar