Menning og morðvopn 21. júní 2007 02:00 Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. Vináttuheimsóknir" af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni? Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn var þjóðhátíðardeginum fagnað um land allt. Í Reykjavík voru hátíðarhöldin með hefðbundnum hætti. Þennan dag var þó einnig boðið upp á annars konar afþreyingu í höfnum borgarinnar. Þar lágu við festar þrjú NATO-herskip, sem þótti tilhlýðilegt að sýna almenningi á 17. júní. Vináttuheimsóknir" af þessu tagi eru árviss viðburður. Hingað koma þá vopnum búin herskip. Stjórnendur þessara hertóla gera þá sitt besta til að kveikja áhuga fjölmiðlafólks og bjóða því t.a.m. að fara í sérstakar skemmtiferðir um borð í herþyrlum eða að setjast upp í orrustuþotur. Eiga sumir fréttamenn til að spennast upp og verða eins og börn að leik. Heimsóknir og vopnasýningar af þessu tagi hafa þann tilgang helstan að skapa jákvæða mynd af her og hermennsku. Mætti helst skilja að megintilgangur NATO-flotans sé sá að sigla snyrtilegum sjóliðum í stífpressuðum einkennisbúningum um heimsins höf og heimsækja hafnir í skemmtiskyni. Veruleikinn er þó allt annar. Tilgangur herskipa er að taka þátt í hernaði og drepa fólk. Meðal skipanna sem hingað komu um liðna helgi var USS Normandy, herskip sem tekið hefur þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á liðnum árum. Á afrekaskrá þess er að skjóta flugskeytum á skotmörk í Bosníu og Írak. Hversu margir skyldu hafa fallið í þeim árásum? Þegar NATO-herskip hafa verið auglýst til skoðunar á síðustu árum hefur talsvert borið á því að foreldrar eða afar og ömmur komi með börn um borð og leyfi þeim að dást að voldugum fallstykkjunum og bísperrtum dátunum. Það er ömurleg sjón. Að þessu sinni heimsóttu þó fáir skipin og voru útlendingar þar í afgerandi meirihluta. Af því má ætla að Íslendingar kæri sig lítt um vopnasýningar af þessu tagi, í það minnsta ekki á sjálfan þjóðhátíðardaginn. Eftir stendur spurningin um hver ber ábyrgð á þeirri ráðstöfun að sýna almenningi drápsvélar á 17. júní? Var sú ákvörðun tekin með vitund og vilja borgaryfirvalda og mega Reykvíkingar búast við fleiri slíkum sendingum á stórhátíðisdögum í framtíðinni? Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar