Að byggja upp þorskstofninn 21. júní 2007 02:00 Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sigurjón Þórðarson Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Sjá meira
Það er alltaf hollt að velta fyrir sér grundvallarforsendum ef hlutirnir virðast ekki virka. Ef það kviknar t.d. ekki á neinni ljósaperu í húsinu þá er skynsamlegt að kanna hvort öryggið sé farið eða athuga hvort rafmagnið hafi slegið út í stað þess að hamast á öllum rofum tímunum saman. Að sama skapi er skynsamlegt að ígrunda forsendur veiðiráðgjafar Hafró sem gefa skýrt til kynna að uppbyggingarstarf síðustu áratuga hafi alls ekki gengið upp. Það er stöðugt klifað á því að það sé nauðsynlegt að byggja upp hrygningarstofninn til þess að geta fengið meiri nýliðun og veitt þá meira seinna. Forsendur þessa hljóta annaðhvort að vera að því fleiri fiskar sem hrygna þeim mun hærri ættu lífslíkur seiða að vera eða að lífslíkur þorskseiða séu alltaf þær sömu og með því að fjölga hrygnum með minnkuðu veiðihlutfalli fáist meiri nýliðun. Hvort tveggja gengur í berhögg við viðtekna vistfræði þar sem lífslíkur seiða ættu miklu frekar að minnka en aukast þegar meiri mergð er á ferðinni og vandséð er að hægt sé að stækka stofn sem augljóslega skortir fæðu þar sem mælingar sýna að vöxtur er í sögulegu lágmarki. Það er rétt að hafa í huga að hver hængur og hrygna í hrygningarstofni í jafnvægi koma á legg að jafnaði 2 kynþroska fiskum af öllum þeim milljónum seiða sem parið framleiðir. Fyrir hrygningarstofn sem er að vaxa gífurlega hratt, eða um 50%, þá eru fiskarnir ekki fleiri en 3 sem parið skilar áfram. Stjórnvöld stjórna ekki einungis með því að ákveða leyfilegt heildarmagn sem veitt er heldur er markvisst verið að vernda smáfisk með því að loka veiðisvæðum ef mikið er um undirmálsfisk í veiði. Nú, á miðju ári, er búið að beita skyndilokunum sem aldrei fyrr sem bendir augljóslega til þess að mikið er um smáfisk og er það í hrópandi mótsögn við skýrslu Hafró um að þeir árgangar sem von er á inn í veiðina á næstu árum séu óvenju litlir. Lokun veiðisvæða og markviss friðun á smáfiski hlýtur að leiða til þess að sjómenn verða að sækja í stærri fisk til þess að ná því heildarmagni sem þeim er úthlutað. Auðvitað leiða þessar stjórnvaldsaðgerðir til þess að sótt er enn meira en ella í stóra hrygningarfiskinn sem stjórnvöld segjast vera að byggja upp til þess að fá meiri nýliðun. Það rekst því hvað á annars horn í „besta kvótakerfi í heimi". Ábyrg stjórnvöld hljóta að taka núverandi forsendur kvótakerfisins til gagngerar endurskoðunar og gaumgæfa rök þeirra sem hafa sett fram vel rökstudda gagnrýni á núverandi fiskveiðstjórn.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar