Á þjóðhátíðardegi
Ástæða er einnig til að vera bjartsýn þegar við horfum fram á veginn. Við erum ung þjóð, sköpunarkrafturinn í atvinnulífinu er mikill, frumkvöðlar eru á hverju strái og okkur hefur vaxið ásmegin í viðskiptum okkar á erlendri grund. Ríkiskassinn stendur vel, skattar eru lágir og munu lækka enn, lífeyrissjóðirnir eru meðal þeirra bestu í heimi og innviðir samfélagsins hafa styrkst til muna. Landið okkar er fagurt og frítt og okkur miðar áfram í átt að þokkalegri sátt um hvernig við eigum að nýta náttúruna og vernda. Sóknarfærin okkar liggja í menntun og vísindum; mannauðurinn, ásamt gríðarlegum náttúruauðlindum, verður aflvaki hagvaxtar og nýsköpunar á næstu árum og áratugum. Einhver ánægjulegasta breyting á íslensku efhanagslífi er vöxtur fjármálaþjónustunnar, sóknarfærin á þeim vettvangi eru óendanleg og einu takmörkin eru við sjálf.
Til lengri tíma horft er engum vafa undirorpið að langtímahorfur okkar eru góðar, svo gripið sé til orðfæris bankamanna. En vandamálalaust verður þetta ekki. Ef horft er til næstu missera þá á enn eftir að koma í ljós hvort það takist að lenda efnahagslífinu mjúklega eða hvort við fáum högg. Háir vextir Seðlabankans geta ekki staðið endalaust, það hlýtur að líða að því að þeir lækki. En sérstakt áhyggjuefni er núna sú staðreynd hversu illa gengur að byggja upp þorskstofninn, þrátt fyrir að við höfum farið býsna nærri ráðgjöf fiskifræðinga nú um nokkra hríð. Fyrir vikið er staða landsbyggðarinnar að veikjast, minnkandi afli, ásamt reyndar hagræðingu, hefur leitt til þess að ársverkum í sjávarútvegi hefur fækkað úr 15.500 árið 1996 í 8.400 tíu árum síðar. Þetta segir til sín í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Ríkisstyrktur sjávarútvegur?Framsal aflaheimilda er forsenda aflamarkskerfisins, möguleikinn til að kaupa og selja aflaheimildir er megin skilyrði þess að hagræðing náist í greininni. Vitanlega getur framsalið valdið vandamálum á landsbyggðinni, einkum á smæstu stöðunum. En það er ekkert vit í því að ætla að styrkja sjávarþorpin með því að vængstýfa sjávarútveginn. Á árunum 1980 til 1984 var tap á sjávarútveginum á bilinu 5 til 9 prósent og það þurfti að eyða skattfé til þess að koma í veg fyrir fjöldagjaldþrot í greininni. Atvinnuöryggið var ekkert við þær aðstæður, aðalatvinnuvegur landsbyggðarinnar var á hnjánum og allt hagkerfið var upp í loft. Þetta var fyrir daga aflamarkskerfisins. Frá 1991 hefur greinin hins vegar verið rekin með hagnaði nærri á hverju ári og verðmæti aflaheimilda endurspeglar þá trú sem útgerðarmenn og fjármálastofnanir hafa á framtíðinni. Eflum hafrannsóknirAðgerðir í byggðamálum verða því að beinast að samgöngum, samkeppnisstöðu, menntamálum og menningarmálum. Það tapa allir á því að draga úr hagkvæmni sjávarútvegsins. Jafnframt er nauðsynlegt að að skoða betur samspil fiskveiðiráðgjafarinnar og fiskveiðistjórnunarinnar, án þess að hróflað verði við eignarréttindum útgerðarmanna. Sem innlegg í þá umræðu hef ég áður lagt til að stofnuð verði hafrannsóknardeild við Háskóla Íslands sem skili til ráðherra tillögum sínum samhliða tillögum Hafró.
Ég mun ræða nánar þessa hugmynd í næstu grein sem mun birtast í ágúst næstkomandi, þangað til mun ég taka mér frí frá skrifum. Að lokum vil ég endurtaka óskir mínar um gleðilegan þjóðhátíðardag.
Skoðun

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar