Velkomnir í hópinn HR-ingar 16. júní 2007 02:00 Í Fréttablaðinu laugardaginn 9. júní ritaði Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, grein í tilefni af fyrstu útskrift lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík. Ástæða er til að samfagna Davíð Þór og öðrum kennurum við skólann með þann merka áfanga - og ekki síst þeim stúdentum sem luku lagaprófi þetta sinn. Í greininni heldur Davíð því fram að Háskólinn í Reykjavík hafi verið að útskrifa fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ nú á dögunum. Þetta kemur reyndar oftar en einu sinni fram í grein Davíðs, meðal annars er yfirskriftin í þessa veru og talað um að þar til HR hóf lagakennslu hafi HÍ setið einn að slíkri menntun hér á landi. Þessar fullyrðingar Davíðs eru með nokkrum ólíkindum og koma verulega á óvart í ljósi þess að í ársbyrjun 2006 var hópur lögfræðinga útskrifaður með fullnaðarpróf í lögum frá Háskólanum á Bifröst og hafa reyndar fleiri bæst í þann hóp síðan. Þessir lögfræðingar hafa sumir hverjir nú þegar gengist undir próf til málflutningsréttinda og náð því með láði. Þeim og öðrum úr þessum hópi hefur vegnað vel á vinnumarkaði lögfræðinga. Það sætir furðu að Davíð Þór sem hefur um árabil starfað við lögfræðikennslu, viti ekki af þessum hópi, en ekki vil ég ætla honum að tala gegn betri vitund. Undir slíkri hagræðingu á staðreyndum verður hins vegar ekki setið þegjandi og því er þessari athugasemd komið á framfæri. Ég vil í lokin óska lagadeild Háskólans í Reykjavík innilega til hamingju með þann árangur að hafa útskrifað sína fyrstu lögfræðinga með meistaragráðu. Ég efast ekki um að sá hópur og þeir sem í kjölfarið koma eigi eftir að auðga stétt íslenskra lögfræðinga, rétt eins og Bifrestingarnir hafa gert sem nú hafa lokið slíkri gráðu. Höfundur er forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu laugardaginn 9. júní ritaði Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, grein í tilefni af fyrstu útskrift lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík. Ástæða er til að samfagna Davíð Þór og öðrum kennurum við skólann með þann merka áfanga - og ekki síst þeim stúdentum sem luku lagaprófi þetta sinn. Í greininni heldur Davíð því fram að Háskólinn í Reykjavík hafi verið að útskrifa fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ nú á dögunum. Þetta kemur reyndar oftar en einu sinni fram í grein Davíðs, meðal annars er yfirskriftin í þessa veru og talað um að þar til HR hóf lagakennslu hafi HÍ setið einn að slíkri menntun hér á landi. Þessar fullyrðingar Davíðs eru með nokkrum ólíkindum og koma verulega á óvart í ljósi þess að í ársbyrjun 2006 var hópur lögfræðinga útskrifaður með fullnaðarpróf í lögum frá Háskólanum á Bifröst og hafa reyndar fleiri bæst í þann hóp síðan. Þessir lögfræðingar hafa sumir hverjir nú þegar gengist undir próf til málflutningsréttinda og náð því með láði. Þeim og öðrum úr þessum hópi hefur vegnað vel á vinnumarkaði lögfræðinga. Það sætir furðu að Davíð Þór sem hefur um árabil starfað við lögfræðikennslu, viti ekki af þessum hópi, en ekki vil ég ætla honum að tala gegn betri vitund. Undir slíkri hagræðingu á staðreyndum verður hins vegar ekki setið þegjandi og því er þessari athugasemd komið á framfæri. Ég vil í lokin óska lagadeild Háskólans í Reykjavík innilega til hamingju með þann árangur að hafa útskrifað sína fyrstu lögfræðinga með meistaragráðu. Ég efast ekki um að sá hópur og þeir sem í kjölfarið koma eigi eftir að auðga stétt íslenskra lögfræðinga, rétt eins og Bifrestingarnir hafa gert sem nú hafa lokið slíkri gráðu. Höfundur er forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar