Töfraorð og orðaleikfimi 6. júní 2007 06:00 Í umræðu um sjávarútvegsmál er oft á tíðum haldið á lofti ýmsum bábiljum um meinta hagræðingu kvótakerfisins í sjávarútvegi og uppbyggingu fiskistofna. Það er gert reglulega til að réttlæta eyðingu hinna dreifðu byggða og láta landsmenn sætta sig við óréttlætið og sóunina sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Þessu halda á lofti ýmsir sem taldir eru til hinna málsmetandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum og fá þeir jafnvel að brynna landsmönnum af visku sinni í hinum ýmsu fréttaskýringaþáttum. Hverjar eru staðreyndir málsins? Verðmæti útfluttra sjávarafurða er um 10% lægra nú en það var fyrir áratug og á þessu tímabili hafa orðið miklar verðhækkanir á sjávarafurðum. Ekki hefur þó allt lækkað, skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað margfalt. Ekki er að sjá að skuldaaukningin hafi orðið vegna fjárfestinga í greininni þar sem tekjurnar hafa minnkað. Togaraflotinn hefur elst og eru nú 40% skipanna eldri en þrítug sem er mikil breyting frá því fyrir um áratug þegar einungis 2% skipa fylltu þann virðulega aldur. Upphaflegt markmið kerfisins var að byggja upp þorskstofninn og ef mark má taka á mælingum Hafró er ekki að sjá að það hafi tekist. Nú ráðleggur Hafró að veitt verði þrisvar sinnum minna en gert var fyrir daga kvótakerfisins sem átti að byggja upp þorskstofninn. Það er vitlaust gefið. Það er orðið löngu tímabært að taka núverandi kerfi til rækilegrar endurskoðunar og kemur það mjög á óvart að nýlegur stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokks hans taki ekki til þess máls sem veldur óstöðugleika og sóun í sjávarútveginum. Töfraorðinu hagræðingu fylgir galdraorðið hagvöxtur sem lysthafendur sveifla í kringum sig þegar þeir egna fyrir kvótann. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar ekki í neinum innantómum orðaleik, Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram ábyrgar tillögur til breytinga á stjórnun fiskveiða og nú ríður á að stjórnvöld taki þær til málefnalegrar umræðu. Gefum útgerðarmönnum frí frá orðaleikfimi og tölum saman á mannamáli um það sem máli skiptir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Í umræðu um sjávarútvegsmál er oft á tíðum haldið á lofti ýmsum bábiljum um meinta hagræðingu kvótakerfisins í sjávarútvegi og uppbyggingu fiskistofna. Það er gert reglulega til að réttlæta eyðingu hinna dreifðu byggða og láta landsmenn sætta sig við óréttlætið og sóunina sem fylgir íslenska kvótakerfinu. Þessu halda á lofti ýmsir sem taldir eru til hinna málsmetandi sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum og fá þeir jafnvel að brynna landsmönnum af visku sinni í hinum ýmsu fréttaskýringaþáttum. Hverjar eru staðreyndir málsins? Verðmæti útfluttra sjávarafurða er um 10% lægra nú en það var fyrir áratug og á þessu tímabili hafa orðið miklar verðhækkanir á sjávarafurðum. Ekki hefur þó allt lækkað, skuldir sjávarútvegsins hafa hækkað margfalt. Ekki er að sjá að skuldaaukningin hafi orðið vegna fjárfestinga í greininni þar sem tekjurnar hafa minnkað. Togaraflotinn hefur elst og eru nú 40% skipanna eldri en þrítug sem er mikil breyting frá því fyrir um áratug þegar einungis 2% skipa fylltu þann virðulega aldur. Upphaflegt markmið kerfisins var að byggja upp þorskstofninn og ef mark má taka á mælingum Hafró er ekki að sjá að það hafi tekist. Nú ráðleggur Hafró að veitt verði þrisvar sinnum minna en gert var fyrir daga kvótakerfisins sem átti að byggja upp þorskstofninn. Það er vitlaust gefið. Það er orðið löngu tímabært að taka núverandi kerfi til rækilegrar endurskoðunar og kemur það mjög á óvart að nýlegur stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og samstarfsflokks hans taki ekki til þess máls sem veldur óstöðugleika og sóun í sjávarútveginum. Töfraorðinu hagræðingu fylgir galdraorðið hagvöxtur sem lysthafendur sveifla í kringum sig þegar þeir egna fyrir kvótann. Frjálslyndi flokkurinn er hins vegar ekki í neinum innantómum orðaleik, Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram ábyrgar tillögur til breytinga á stjórnun fiskveiða og nú ríður á að stjórnvöld taki þær til málefnalegrar umræðu. Gefum útgerðarmönnum frí frá orðaleikfimi og tölum saman á mannamáli um það sem máli skiptir.Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar