Gluggað í stjórnarsáttmála 5. júní 2007 10:26 Það er vissulega sögulegt eins og segir í nýjum stjórnarsáttmála að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi tekið ákvörðun um að starfa saman í ríkisstjórn. Svo mörg stór orð hafa fallið af hálfu beggja aðila um þá fjarstæðu að slíkt gæti gerst. Reyndar hafði dregið mjög úr slíkum stóryrðum nokkru áður en gengið var að kjörborðinu sem gefur vísbendingar um að línur hafi verið lagðar um samstarf fyrir kosningar. Í þessari ákvörðun beggja flokka felst mikil uppgjöf. Þeir gefast einfaldlega upp á að keppa hver við annan en fallast þess í stað í faðma. Það verður því mjög áhugavert að fylgjast með sambúðinni á næstu vikum og mánuðum. Ekki aðeins hjá þingmönnum og ráðherrum heldur einnig áhangendum þeirra eins og prófessorunum Stefáni Ólafssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Fyrstu dagarnir lofa ekki góðu enda leynir ágreiningur sér ekki í fjölda mála sem upp hafa komið. Eru nýjar áherslur? Þegar farið er yfir hinn nýja stjórnarsáttmála kemur í ljós að halda á áfram á þeirri braut sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði markað. Það er vissulega jákvætt fyrir Framsóknarflokkinn að svo skuli gert en vekur um leið upp spurningar um hvað var að marka öll stóru orðin sem Samfylkingin hafði uppi á hinu háa Alþingi. Það sem stingur mest í augun þegar stjórnarsáttmálinn er borinn saman við málflutning Samfylkingarinnar eru tvö mál. Það er annars vegar varðandi hina svokölluðu „stóriðjustefnu“og hins vegar svokallað Íraksmál. Í aðdraganda kosninga talaði Samfylkingin fyrir því að hlé yrði gert á uppbyggingu stóriðju í landinu og sögðust hlynntir algjöru stóriðjustoppi í nokkur ár. Nú er allt annað upp á teningnum. Mikið er einnig gert úr því að flýta gerð Rammaáætlunar. Þar er þó aðeins verið að tala um nokkra mánuði frá því sem áður var stefnt að. Á öllum sameiginlegum fundum sem haldnir voru í Norðausturkjördæmi kom fram spurning um afstöðu framboðanna til stuðnings Íslands við innrásina í Írak. Kristján Möller nýbakaður samgönguráðherra svaraði því til að það fyrsta sem Samfylkingin mundi gera ef hún kæmist í ríkisstjórn yrði að láta taka Ísland út af „lista hinna viljugu þjóða“. Ég reikna með að þessu hafi verið svarað eins hjá öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar. En í dag segir formaður Samfylkingarinnar að flokkurinn vilji ekki dvelja við fortíðina enda segir aðeins í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin harmi stríðsreksturinn í Írak. Það er augljóst að allir Íslendingar harma stríðsreksturinn í Írak. Þessi texti er því hrein sýndarmennska, uppgjöf og svik við kjósendur Samfylkingarinnar. Á aðeins einum stað í stjórnarsáttmálanum er talað um nýjar áherslur. Það er þegar sagt er að mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála verði nýir horsteinar í íslenskri utanríkisstefnu Íslands. Sannleikurinn er sá að þetta er einmitt það sem undirrituð lagði áherslu á sem utanríkisráðherra og því hefur nýr utanríkisráðherra hælt opinberlega. Allt tal um nýjar áherslur er því hrein blekking. Breytt stjórnarráð Lengi hefur verið talað um mikilvægi þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Í tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra var vinna hafin við tillögugerð í þessa átt. Flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið var s.l. vetur ályktaði um málið og í stefnuskrá okkar fyrir kosningar kom m.a.fram að við vildum fækka ráðuneytum. Hvað gerir ríkisstjórnin? Hún horfir á málið út frá sjónarhóli stjórnarflokkanna og ráðherranna og gerir einungis minniháttar breytingar. Fámennum samreknum ráðuneytum, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum er t.d. skipt upp til að skaffa fleiri stóla. Undirrituð starfaði í sex og hálft ár sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra á miklum umbreytingatímum án þess að gera sér grein fyrir því að vera tveggja manna maki eða a.m.k. tveggja krata maki. Þegar orð forsætisráðherra frá kosningabaráttunni eru höfð í huga þá kemur þetta mjög á óvart. Hann reyndi að fullvissa fólk um að hann væri með tillögur um fækkun ráðuneyta í farteskinu og væri að reyna að fá aðra flokka inn á slíkar breytingar. Getur verið að Samfylkingin hafi neitað að fækka ráðuneytum? Eða var það e.t.v. Sjálfstæðisflokkurinn sem þurfti sex ráðherrastóla. Fjóra fyrir fasta áskrifendur, einn til að sýna „nýliðun“ og þann sjötta fyrir Þorgerði Katrínu varaformann, sem myndaði ríkisstjórnina. Valgerður Sverrisdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Sjá meira
Það er vissulega sögulegt eins og segir í nýjum stjórnarsáttmála að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafi tekið ákvörðun um að starfa saman í ríkisstjórn. Svo mörg stór orð hafa fallið af hálfu beggja aðila um þá fjarstæðu að slíkt gæti gerst. Reyndar hafði dregið mjög úr slíkum stóryrðum nokkru áður en gengið var að kjörborðinu sem gefur vísbendingar um að línur hafi verið lagðar um samstarf fyrir kosningar. Í þessari ákvörðun beggja flokka felst mikil uppgjöf. Þeir gefast einfaldlega upp á að keppa hver við annan en fallast þess í stað í faðma. Það verður því mjög áhugavert að fylgjast með sambúðinni á næstu vikum og mánuðum. Ekki aðeins hjá þingmönnum og ráðherrum heldur einnig áhangendum þeirra eins og prófessorunum Stefáni Ólafssyni og Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni. Fyrstu dagarnir lofa ekki góðu enda leynir ágreiningur sér ekki í fjölda mála sem upp hafa komið. Eru nýjar áherslur? Þegar farið er yfir hinn nýja stjórnarsáttmála kemur í ljós að halda á áfram á þeirri braut sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði markað. Það er vissulega jákvætt fyrir Framsóknarflokkinn að svo skuli gert en vekur um leið upp spurningar um hvað var að marka öll stóru orðin sem Samfylkingin hafði uppi á hinu háa Alþingi. Það sem stingur mest í augun þegar stjórnarsáttmálinn er borinn saman við málflutning Samfylkingarinnar eru tvö mál. Það er annars vegar varðandi hina svokölluðu „stóriðjustefnu“og hins vegar svokallað Íraksmál. Í aðdraganda kosninga talaði Samfylkingin fyrir því að hlé yrði gert á uppbyggingu stóriðju í landinu og sögðust hlynntir algjöru stóriðjustoppi í nokkur ár. Nú er allt annað upp á teningnum. Mikið er einnig gert úr því að flýta gerð Rammaáætlunar. Þar er þó aðeins verið að tala um nokkra mánuði frá því sem áður var stefnt að. Á öllum sameiginlegum fundum sem haldnir voru í Norðausturkjördæmi kom fram spurning um afstöðu framboðanna til stuðnings Íslands við innrásina í Írak. Kristján Möller nýbakaður samgönguráðherra svaraði því til að það fyrsta sem Samfylkingin mundi gera ef hún kæmist í ríkisstjórn yrði að láta taka Ísland út af „lista hinna viljugu þjóða“. Ég reikna með að þessu hafi verið svarað eins hjá öðrum frambjóðendum Samfylkingarinnar. En í dag segir formaður Samfylkingarinnar að flokkurinn vilji ekki dvelja við fortíðina enda segir aðeins í stjórnarsáttmálanum að ríkisstjórnin harmi stríðsreksturinn í Írak. Það er augljóst að allir Íslendingar harma stríðsreksturinn í Írak. Þessi texti er því hrein sýndarmennska, uppgjöf og svik við kjósendur Samfylkingarinnar. Á aðeins einum stað í stjórnarsáttmálanum er talað um nýjar áherslur. Það er þegar sagt er að mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála verði nýir horsteinar í íslenskri utanríkisstefnu Íslands. Sannleikurinn er sá að þetta er einmitt það sem undirrituð lagði áherslu á sem utanríkisráðherra og því hefur nýr utanríkisráðherra hælt opinberlega. Allt tal um nýjar áherslur er því hrein blekking. Breytt stjórnarráð Lengi hefur verið talað um mikilvægi þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Í tíð Halldórs Ásgrímssonar sem forsætisráðherra var vinna hafin við tillögugerð í þessa átt. Flokksþing Framsóknarflokksins sem haldið var s.l. vetur ályktaði um málið og í stefnuskrá okkar fyrir kosningar kom m.a.fram að við vildum fækka ráðuneytum. Hvað gerir ríkisstjórnin? Hún horfir á málið út frá sjónarhóli stjórnarflokkanna og ráðherranna og gerir einungis minniháttar breytingar. Fámennum samreknum ráðuneytum, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum er t.d. skipt upp til að skaffa fleiri stóla. Undirrituð starfaði í sex og hálft ár sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra á miklum umbreytingatímum án þess að gera sér grein fyrir því að vera tveggja manna maki eða a.m.k. tveggja krata maki. Þegar orð forsætisráðherra frá kosningabaráttunni eru höfð í huga þá kemur þetta mjög á óvart. Hann reyndi að fullvissa fólk um að hann væri með tillögur um fækkun ráðuneyta í farteskinu og væri að reyna að fá aðra flokka inn á slíkar breytingar. Getur verið að Samfylkingin hafi neitað að fækka ráðuneytum? Eða var það e.t.v. Sjálfstæðisflokkurinn sem þurfti sex ráðherrastóla. Fjóra fyrir fasta áskrifendur, einn til að sýna „nýliðun“ og þann sjötta fyrir Þorgerði Katrínu varaformann, sem myndaði ríkisstjórnina. Valgerður Sverrisdóttir
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar