Fátækt verður ekki útrýmt án einkageirans 30. maí 2007 00:01 Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnu-stofnunar Íslands "Það er ekki hægt að útrýma fátækt nema með því að skapa hagvöxt. Það verður enginn hagvöxtur ef einkageirinn styrkist ekki. Þar af leiðandi verður fátækt ekki útrýmt nema einkageirinn eigi þar hlut að máli.“ Frá því að þróunaraðstoð var tekin upp í kringum árið 1960 hafa Vesturlönd lagt í hana á milli sex og sjöfalda Marshall-aðstoð. Árangurinn hefur hins vegar ekki borið þann árangur sem vonir stóðu til um. Flest Afríkuríki sunnan Sahara standa verr að vígi núna en þau gerðu fyrir 25 árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í lokaorðum Sighvats Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, á umfangsmikilli ráðstefnu um fjárfestingartækifæri í þróunarlöndunum sem haldin var á dögunum. „Vandi Evrópu þegar Marshall-hjálpin barst var ekki þekkingarskortur, heldur fátækt eftir stríðið. Verið var að veita þjóðum aðstoð sem voru nánast allar iðnaðarþjóðir. Í Afríku hins vegar er þekking oft ekki til staðar, iðnbyltingin víðast hvar ekki komin til sögunnar, þjóðirnar margar og ólíkar og menningin allt önnur en í Evrópu og Ameríku. Sú aðferð sem skilaði góðum árangri í Evrópu - að hella fjármagni inn í kerfi sem voru í rústum - skilaði sér ekki í Afríku." Til marks um þetta má víða í þróunarlöndunum sjá verksmiðjur sem standa auðar, skip sem liggja við bryggju, skóla sem standa tómir því engir kennarar eru til að kenna. Allt endurspeglar þetta misheppnuð verkefni sem sýna að aðstoð verður að veita út frá forsendum viðtakandans en ekki gefandans. Breytt viðhorf til einkarekstursÞróunaraðstoð á Íslandi og víðast hvar annars staðar hefur verið að breytast. Áður fyrr var starfsemi einkafyrirtækja í þróunarlöndum jafnvel litin hornauga. Stórfyrirtæki voru sökuð um að misnota fátækt vinnuafl í þróunarlöndunum og ekki alltaf að ósekju. Þegar einkaatvinnureksturinn blandaðist þróunarmálum var hann oftar en ekki starfræktur fyrir opinbert fé. Þetta hefur breyst. Í dag leita opinberir aðilar í auknum mæli til einkageirans eftir samvinnu í þróunarmálum. Sighvatur segir að hann eigi mikilvægu hlutverki að gegna í þróunarlöndunum, ekki síður en opinberir aðilar. „Það er ekki hægt að útrýma fátækt nema með því að skapa hagvöxt. Það verður enginn hagvöxtur ef einkageirinn styrkist ekki. Þar af leiðandi verður fátækt ekki útrýmt nema einkageirinn eigi þar hlut að máli." Þetta skýrir Sighvatur svo að einkageirinn horfi fyrst og fremst til þess að verkefni séu arðsöm. Séu þau það eru líkur til að þau verði sjálfbær. Þar sem arðsemissjónarmið liggja yfirleitt ekki að baki opinberri aðstoð ríkir hætta á að hún verði ekki arðbær. Samvinna hins opinbera og einkaaðila er því mikilvæg. Hið opinbera getur greitt fyrir því að umhverfið sé vinsamlegt einkageiranum. „Það má segja að hlutverk hins opinbera sé að búa til hagfellt umhverfi fyrir einkageirann, svo hann geti byggt upp hagvöxt og þar af leiðandi leitað leiða til að útrýma fátækt. Reynslan hefur líka sýnt að í mörgum tilfellum nær hagvöxturinn ekki til þeirra fátækustu. Opinberir aðilar geta þá miðað beinan stuðning sinn við allra fátækasta fólkið sem ekki nýtur góðs af hagvextinum." Sighvatur segir fá íslensk fyrirtæki hafa áhuga á fjárfestingum í þróunarlöndunum. Þau sækist fremur eftir útrás til landa sem þau þekkja vel. Íslensk fyrirtæki sem hafa þekkingu og reynslu af að starfa í þróunarlöndunum séu til, en þau séu mjög fá. Hins vegar séu tækifærin mörg ekki síst meðal fyrirtækja sem starfa á sviði nýtingar á jarðhita, þar sem Íslendingar hafa sérþekkingu. Þá séu jafnframt tækifæri og töluverður áhugi fyrir hendi í sjávarútvegi. Misgóður árangur af samstarfiRagna Sara Jónsdóttir, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Danmörku og mastersnemi í viðskipta- og þróunarfræðum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, vinnur nú að lokaverkefni sínu. Þar ber hún meðal annars saman reynslu Dana af þróunaraðstoð við reynslu Íslendinga. Danir hafa öðlast töluvert djúpstæðari reynslu af þróunarmálum en Íslendingar, að minnsta kosti er varðar samstarf við einkageirann. Ragna Sara segir þrenns konar leiðir að samstarfi einkageirans og hins opinbera hafa verið farnar þar með misgóðum árangri. Fyrsta tegund samvinnu sem hún nefnir er uppbygging einkageirans. Þess konar verkefni stuðla að því að fyrirtæki í gjafalandi annars vegar og þróunarlandi hins vegar stundi viðskipti sín á milli. Slík verkefni hafa reynst misjafnlega vel. Meðal annars hefur flutningur þekkingar ekki gengið vel í ákveðnum Afríkulöndum. Það skrifast meðal annars á að ekki hefur verið nægilega mikil þekking á viðskiptaháttum í landinu. Í Danmörku og víðar hefur þetta kerfi líka verið gagnrýnt fyrir að virka frekar sem styrkur við dönsk fyrirtæki til útrásar heldur en við fyrirtækið í þróunarlandinu. Vandamál þessarar tegundar samvinnu eru að sjaldgæft er að fyrirtæki sjái sér hag í þessari tegund af samstarfi. Á undanförnum árum hefur því svokallað Public Private Partnership verið að ryðja sér til rúms. Í þeim tilfellum er ekki verið að biðja fyrirtæki að gefa neitt, hvorki þekkingu sína né fjármuni. Hugmyndin er þvert á móti að allir græði. Ragna Sara nefnir frægt dæmi af samstarfi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega risans Coca Cola Company. Fyrirtækið hefur gríðarlega gott dreifikerfi í Afríku. Fyrirtækið tók að sér að dreifa eyðnilyfjum með Coke-bílnum. Með því bætti fyrirtækið ímynd sína verulega, afskekktir staðir fengu eyðnilyf og allir högnuðust. Þriðja tegund samvinnu er stofnsetning sjóðs sem lánar fyrirtækjum fé til að hefja starfsemi í þróunarlöndunum. Slíkur sjóður hefur verið starfræktur frá því árið 1967 í Danmörku. Eins sjóði er einnig að finna á hinum Norðurlöndunum en ekki hér á landi. Íslensk fyrirtæki geta þó meðal annars leitað til Norræna þróunarsjóðsins og Þróunarbanka Evrópu eftir áhættufjármagni. Sjóðirnir veita ekki einungis lán heldur einnig ráðgjöf um hvernig eigi að stofna fyrirtæki í þróunarlöndum. Þá eiga þeir jafnan stóran hlut í fyrirtækinu sjálfir á upphafsstigi þess og veita því aðhald með stjórnarsetu. Ragna Sara segir að þróunaraðstoð þurfi umfram allt að veita á forsendum heimamanna. „Reynslan sýnir að þróunaraðstoð fer út um þúfur ef hún er gerð á okkar vestrænu forsendum. Tækifærin til að markaðssetja og þróa vörur í þróunarlöndunum eru fjölmörg. Vandamálið er að vestræn fyrirtæki hafa svo takmarkaða þekkingu á mörkuðunum að mörg þeirra hafa hingað til ekki getað leitað tækifærin uppi, en á þessu eru að verða verulegar breytingar." Tvö ný verkefni á ÍslandiÍslensk stjórnvöld vinna nú að tveimur verkefnum þar sem leitast er við að tengja fyrirtæki við verkefni í þróunarlöndunum. Annars vegar er um samstarf við Alþjóðabankann að ræða. Bankinn lánar á milli 15 til 20 milljarðar Bandaríkjadala ár hvert til ríkisstjórna þróunarríkja til að fjármagna þróunar- og uppbyggingarverkefni. Hann ræður ráðgjafa til starfa í verkefnum sínum á mismunandi stöðum í verkefnahringnum, allt frá því að skilgreina verkefnið, greina það, framkvæma, meta og fylgja því eftir. Í þessi verkefni þarf bankinn sérfræðinga af hinum ýmsu sviðum. Íslensk fyrirtæki hafa hingað til að litlu leyti tekið þátt í verkefnum og útboðum Alþjóðabankans en gefst með samstarfinu tækifæri til að kynnast ráðgjafa Alþjóðbankans á námskeiðum og kynningarfundum. Hins vegar er um að ræða verkefnið Nordic Business Outreach sem skrifað var undir 17. apríl síðastliðinn milli utanríkisráðuneytisins og Sameinuðu þjóðanna. Í gegnum það samstarf hefur Ísland aðgang að ráðgjöf sérfræðinga hjá Sameinuðu þjóðunum. Stefnt er að því að á næstu þremur árum verði fimm samstarfsverkefnum komið á fót við íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem miða að uppbyggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Verkefnið er til þriggja ára og nemur stuðningur ráðuneytisins í heild 150 þúsund bandaríkjadölum eða um 9,3 milljónum íslenskra króna. Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira
Frá því að þróunaraðstoð var tekin upp í kringum árið 1960 hafa Vesturlönd lagt í hana á milli sex og sjöfalda Marshall-aðstoð. Árangurinn hefur hins vegar ekki borið þann árangur sem vonir stóðu til um. Flest Afríkuríki sunnan Sahara standa verr að vígi núna en þau gerðu fyrir 25 árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í lokaorðum Sighvats Björgvinssonar, framkvæmdastjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, á umfangsmikilli ráðstefnu um fjárfestingartækifæri í þróunarlöndunum sem haldin var á dögunum. „Vandi Evrópu þegar Marshall-hjálpin barst var ekki þekkingarskortur, heldur fátækt eftir stríðið. Verið var að veita þjóðum aðstoð sem voru nánast allar iðnaðarþjóðir. Í Afríku hins vegar er þekking oft ekki til staðar, iðnbyltingin víðast hvar ekki komin til sögunnar, þjóðirnar margar og ólíkar og menningin allt önnur en í Evrópu og Ameríku. Sú aðferð sem skilaði góðum árangri í Evrópu - að hella fjármagni inn í kerfi sem voru í rústum - skilaði sér ekki í Afríku." Til marks um þetta má víða í þróunarlöndunum sjá verksmiðjur sem standa auðar, skip sem liggja við bryggju, skóla sem standa tómir því engir kennarar eru til að kenna. Allt endurspeglar þetta misheppnuð verkefni sem sýna að aðstoð verður að veita út frá forsendum viðtakandans en ekki gefandans. Breytt viðhorf til einkarekstursÞróunaraðstoð á Íslandi og víðast hvar annars staðar hefur verið að breytast. Áður fyrr var starfsemi einkafyrirtækja í þróunarlöndum jafnvel litin hornauga. Stórfyrirtæki voru sökuð um að misnota fátækt vinnuafl í þróunarlöndunum og ekki alltaf að ósekju. Þegar einkaatvinnureksturinn blandaðist þróunarmálum var hann oftar en ekki starfræktur fyrir opinbert fé. Þetta hefur breyst. Í dag leita opinberir aðilar í auknum mæli til einkageirans eftir samvinnu í þróunarmálum. Sighvatur segir að hann eigi mikilvægu hlutverki að gegna í þróunarlöndunum, ekki síður en opinberir aðilar. „Það er ekki hægt að útrýma fátækt nema með því að skapa hagvöxt. Það verður enginn hagvöxtur ef einkageirinn styrkist ekki. Þar af leiðandi verður fátækt ekki útrýmt nema einkageirinn eigi þar hlut að máli." Þetta skýrir Sighvatur svo að einkageirinn horfi fyrst og fremst til þess að verkefni séu arðsöm. Séu þau það eru líkur til að þau verði sjálfbær. Þar sem arðsemissjónarmið liggja yfirleitt ekki að baki opinberri aðstoð ríkir hætta á að hún verði ekki arðbær. Samvinna hins opinbera og einkaaðila er því mikilvæg. Hið opinbera getur greitt fyrir því að umhverfið sé vinsamlegt einkageiranum. „Það má segja að hlutverk hins opinbera sé að búa til hagfellt umhverfi fyrir einkageirann, svo hann geti byggt upp hagvöxt og þar af leiðandi leitað leiða til að útrýma fátækt. Reynslan hefur líka sýnt að í mörgum tilfellum nær hagvöxturinn ekki til þeirra fátækustu. Opinberir aðilar geta þá miðað beinan stuðning sinn við allra fátækasta fólkið sem ekki nýtur góðs af hagvextinum." Sighvatur segir fá íslensk fyrirtæki hafa áhuga á fjárfestingum í þróunarlöndunum. Þau sækist fremur eftir útrás til landa sem þau þekkja vel. Íslensk fyrirtæki sem hafa þekkingu og reynslu af að starfa í þróunarlöndunum séu til, en þau séu mjög fá. Hins vegar séu tækifærin mörg ekki síst meðal fyrirtækja sem starfa á sviði nýtingar á jarðhita, þar sem Íslendingar hafa sérþekkingu. Þá séu jafnframt tækifæri og töluverður áhugi fyrir hendi í sjávarútvegi. Misgóður árangur af samstarfiRagna Sara Jónsdóttir, viðskiptafulltrúi sendiráðs Íslands í Danmörku og mastersnemi í viðskipta- og þróunarfræðum við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, vinnur nú að lokaverkefni sínu. Þar ber hún meðal annars saman reynslu Dana af þróunaraðstoð við reynslu Íslendinga. Danir hafa öðlast töluvert djúpstæðari reynslu af þróunarmálum en Íslendingar, að minnsta kosti er varðar samstarf við einkageirann. Ragna Sara segir þrenns konar leiðir að samstarfi einkageirans og hins opinbera hafa verið farnar þar með misgóðum árangri. Fyrsta tegund samvinnu sem hún nefnir er uppbygging einkageirans. Þess konar verkefni stuðla að því að fyrirtæki í gjafalandi annars vegar og þróunarlandi hins vegar stundi viðskipti sín á milli. Slík verkefni hafa reynst misjafnlega vel. Meðal annars hefur flutningur þekkingar ekki gengið vel í ákveðnum Afríkulöndum. Það skrifast meðal annars á að ekki hefur verið nægilega mikil þekking á viðskiptaháttum í landinu. Í Danmörku og víðar hefur þetta kerfi líka verið gagnrýnt fyrir að virka frekar sem styrkur við dönsk fyrirtæki til útrásar heldur en við fyrirtækið í þróunarlandinu. Vandamál þessarar tegundar samvinnu eru að sjaldgæft er að fyrirtæki sjái sér hag í þessari tegund af samstarfi. Á undanförnum árum hefur því svokallað Public Private Partnership verið að ryðja sér til rúms. Í þeim tilfellum er ekki verið að biðja fyrirtæki að gefa neitt, hvorki þekkingu sína né fjármuni. Hugmyndin er þvert á móti að allir græði. Ragna Sara nefnir frægt dæmi af samstarfi Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlega risans Coca Cola Company. Fyrirtækið hefur gríðarlega gott dreifikerfi í Afríku. Fyrirtækið tók að sér að dreifa eyðnilyfjum með Coke-bílnum. Með því bætti fyrirtækið ímynd sína verulega, afskekktir staðir fengu eyðnilyf og allir högnuðust. Þriðja tegund samvinnu er stofnsetning sjóðs sem lánar fyrirtækjum fé til að hefja starfsemi í þróunarlöndunum. Slíkur sjóður hefur verið starfræktur frá því árið 1967 í Danmörku. Eins sjóði er einnig að finna á hinum Norðurlöndunum en ekki hér á landi. Íslensk fyrirtæki geta þó meðal annars leitað til Norræna þróunarsjóðsins og Þróunarbanka Evrópu eftir áhættufjármagni. Sjóðirnir veita ekki einungis lán heldur einnig ráðgjöf um hvernig eigi að stofna fyrirtæki í þróunarlöndum. Þá eiga þeir jafnan stóran hlut í fyrirtækinu sjálfir á upphafsstigi þess og veita því aðhald með stjórnarsetu. Ragna Sara segir að þróunaraðstoð þurfi umfram allt að veita á forsendum heimamanna. „Reynslan sýnir að þróunaraðstoð fer út um þúfur ef hún er gerð á okkar vestrænu forsendum. Tækifærin til að markaðssetja og þróa vörur í þróunarlöndunum eru fjölmörg. Vandamálið er að vestræn fyrirtæki hafa svo takmarkaða þekkingu á mörkuðunum að mörg þeirra hafa hingað til ekki getað leitað tækifærin uppi, en á þessu eru að verða verulegar breytingar." Tvö ný verkefni á ÍslandiÍslensk stjórnvöld vinna nú að tveimur verkefnum þar sem leitast er við að tengja fyrirtæki við verkefni í þróunarlöndunum. Annars vegar er um samstarf við Alþjóðabankann að ræða. Bankinn lánar á milli 15 til 20 milljarðar Bandaríkjadala ár hvert til ríkisstjórna þróunarríkja til að fjármagna þróunar- og uppbyggingarverkefni. Hann ræður ráðgjafa til starfa í verkefnum sínum á mismunandi stöðum í verkefnahringnum, allt frá því að skilgreina verkefnið, greina það, framkvæma, meta og fylgja því eftir. Í þessi verkefni þarf bankinn sérfræðinga af hinum ýmsu sviðum. Íslensk fyrirtæki hafa hingað til að litlu leyti tekið þátt í verkefnum og útboðum Alþjóðabankans en gefst með samstarfinu tækifæri til að kynnast ráðgjafa Alþjóðbankans á námskeiðum og kynningarfundum. Hins vegar er um að ræða verkefnið Nordic Business Outreach sem skrifað var undir 17. apríl síðastliðinn milli utanríkisráðuneytisins og Sameinuðu þjóðanna. Í gegnum það samstarf hefur Ísland aðgang að ráðgjöf sérfræðinga hjá Sameinuðu þjóðunum. Stefnt er að því að á næstu þremur árum verði fimm samstarfsverkefnum komið á fót við íslensk fyrirtæki, stofnanir og samtök sem miða að uppbyggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Verkefnið er til þriggja ára og nemur stuðningur ráðuneytisins í heild 150 þúsund bandaríkjadölum eða um 9,3 milljónum íslenskra króna.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Sjá meira